Hrísatjörn er við Árgerðisbrúna, rétt sunnan Dalvíkurbæjar og í 42 km fjarlægð frá Akureyri. Hún er sögð vera í 5 m hæð yfir sjó og er áætlað flatarmál 0.17 km². Á sínum tíma var silungi sleppt í tjörnina, bæði bleikju og urriða sem var 1 – 3 pund. Nú hefur því verið hætt, en talsvert er þó af fiski í Hrísatjörn og kemst hann þangað í gegnum lítinn læk sem fellur frá tjörninni í Svarfaðardalsá. Þetta er sjóbleikja og sjóbirtingur, en eitthvað virðist enn vera af urriða í tjörninni og er hann oft vænn. Erfitt er að nota spón þegar líður á sumarið vegna gróðurs í tjörninni. Yfir vetrartíman geta menn svo stundað dorgveiði á Hrísatjörn.