Hrísatjörn

Norðausturland
Eigandi myndar: dalvikurbyggd.is
Calendar

Veiðitímabil

01 janúar – 31 desember

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi

Veiðin

Hrísatjörn er við Árgerðisbrúna, rétt sunnan Dalvíkurbæjar og í 42 km fjarlægð frá Akureyri. Hún er sögð vera í 5 m hæð yfir sjó og er áætlað flatarmál 0.17 km². Á sínum tíma var silungi sleppt í tjörnina, bæði bleikju og urriða sem var 1 – 3 pund. Nú hefur því verið hætt, en talsvert er þó af fiski í Hrísatjörn og kemst hann þangað í gegnum lítinn læk sem fellur frá tjörninni í Svarfaðardalsá. Þetta er sjóbleikja og sjóbirtingur, en eitthvað virðist enn vera af urriða í tjörninni og er hann oft vænn. Erfitt er að nota spón þegar líður á sumarið vegna gróðurs í tjörninni. Yfir vetrartíman geta menn svo stundað dorgveiði á Hrísatjörn.

Veiðireglur

Það er ekki leyfilegt að veiða þar sem lækurinn úr tjörninni fellur í Svarfaðardalsá

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má alls staðar í tjörninni

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Dalvík: örstutt, um 2 km, Siglufjörður: 36 km,  Akureyri: 41 km og Reykjavík: 408 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Öllum er heimil veiði í Hrísatjörn endurgjaldslaust

Marínó s: 780-0049, veiðivörður í Svarfaðardalsá og höfundur flugunnar Stirðu þekkir vel til í Hrísatjörn

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Hrísatjörn

Engin nýleg veiði er á Hrísatjörn!

Shopping Basket