Húseyjarkvísl, hefur fest sig í sessi sem ein af bestu og gjöfulustu sjóbirtingsám landsins og eru boltarnir sem koma á agn veiðimanna ár hvert fjölmargir. Þótt veiðisvæðið sé fyrst og fremst þekkt fyrir væna sjóbirtinga veiðist þar einnig urriði, bleikja og einn og einn lax. Í Húseyjarkvísl eru veiðiregurnar þær að einungis er veitt á flugu og öllum fiski skal sleppt aftur. Er það eflaust ástæða þess að jafn stórir sjóbirtingar veiðast í ánni og raun ber vitni; en allt að 96 cm langir sjóbirtingar hafa komið á land. Veitt er í tveggja til þriggja daga hollum. Meðalveiði eru um 650 silungar að sumri
Yfir 100 fiskar í Húseyjarkvísl í einu holli
„Við höfum verið með fast holl á þessum tíma í ánni og veiðin var rosaleg hjá okkur núna,“ sagði Sindri Kristjánsson sem var að koma úr Húseyjarkvísl í Skagafirði fyrir nokkrum dögum