Hvalnesveiðar

Norðvesturland
Eigandi myndar: HH
Calendar

Veiðitímabil

25 maí – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar
Dollar

Verðbil

heill dagur

3000 kr. – 4500 kr.

Tegundir

Veiðin

Vatnasvæðið sem heyrir undir bæinn Hvalnes á Skagaheiði er gríðarstórt og eru þar seld veiðileyfi í sex vötn og árnar sem renna á milli þeirra. Vötnin eru Ölvesvatn, Fossvatn, Selvatn, Grunnatjörn, Andavatn og Stífluvatn og helstu árnar eru Eiðsá, Fossá og Selá. Ölvesvatn er langstærsta vatnið á vatnasvæði Selár, um 2,8 km2 að stærð og nokkuð djúpt. Leiðin að vötnunum er eftir um 6 km löngum jeppaslóða sem er stutt frá bænum Hvalsnes og nær að Ölvesvatni. Á vatnasvæðinu er bæði bleikja og urriði. Mikið er af ½ – 3 punda fiski, auk stærsta urriðans sem getur orðið allt að 6-7 pund. 

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Hægt er að kaupa leyfi til að tjalda á Hvalnesi og við Ölvesvatn er hægt að leigja tvö aðstöðuhús með eldunar- og gistiaðstöðu fyrir allt að 6 manns í hvoru húsi. Þar er einnig kamar. Aðstöðuhúsin þarf að panta með fyrirvara hjá umsjónarmanni í Hvalnesi í s: 453-6520 & 821-6520 eða á netfanginu: [email protected]

Verð fyrir hvort hús er 21.000 kr. á sólarhring í júní, 18.000 kr í júlí og fer í 17.000 kr ágúst. Þeir sem gista í húsunum og eru ekki með veiðikortið í för greiða 3000 kr fyrir veiðileyfi.

Veiðireglur

Aðgengi að veiðisvæðinu er takmarkað og öruggara að panta veiðleyfi fyrirfram til að tryggja sér aðgang. Bókanir með aðstöðuhúsi njóta forgangs. Handhöfum Veiðikortsins ber að skrá sig í Hvalnesi og fá lykil að svæðinu. Sýna þarf Veiðikortið og skilríki. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Netaveiði er stranglega bönnuð svo og meðferð skotvopna. Einnig er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega. Í Hvalnesi fá veiðimenn veiðiskýrslur til útfyllingar og upplýsingar um svæðið. Veiðiskýrslum og lyklum ber að skila þangað við lok veiða.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið: Veiði er heimil á öllu vatnasvæðinu, þ.e.a.s. Ölvesvatni, Fossvatni, Selvatni, Heyvötnum, Grunnutjörn, Andavatni, Stífluvatni, Eiðsá, Fossá, auk annarra lækja sem renna á milli vatna.

Andavatn

Þetta er frekar lítið vatn sem liggur vestan við svokallaðan Ketubruna. Um 20 mínútna gangur er í norð-vestur frá Grunnutjörn að Andavatni. Góð bleikja er sögð ráðandi í vatninu en þokkalegur urriði finnst þar einnig. Helst er veitt frá útfallinu norður með austurströndinni. Mest er bleikjan um eitt pund en stærri fiskar veiðast stöku sinnum, allt að 4 pundum.

Grunnatjörn

Þetta litla vatn er ekki nafngreint á helstu kortum en það er skammt Norð-vestan við Ölvesvatn. Bleikja er ríkjandi tegund en einnig fæst urriði. Bleikjan er að mestu smá en ein og ein stærri slæðist gjarnan með. Eitthvað hafa menn veitt í Grunnutjarnarlæk sem rennur til Ölvesvatns, helst þá í hyljum ofarlega í læknum.

Stífluvatn

Stífluvatn er að finna Suð-vestan við Ölvesvatn og er þangað nokkur gangur frá veiðihúsunum þar sem komið er að Ölvesvatni. Eins og í hinum vötnunum er bleikja ríkjandi tegund í Stífluvatni þótt urriða sé þar einnig að finna. Að sögn Bjarna á Hvalnesi er jafnbestu bleikjuna á öllu vatnasvæðinu að finna í Stífluvatni. Talsvert er af fiski sem er frá tveimur og upp í þrjú pund að þyngd. Helstu veiðistaðir eru við útfall Stífluvatnslækjar, sem rennur til Ölvesvatns, og svo á ströndinni á milli hans og þess lækjar sem rennur í vatnið.

Fossvatn

Skammt austan Ölvesvatns, sunnan veiðihúsanna, er Fossvatn. Það er í 150 m hæð yfir sjó og 0.27  km² að flatarmáli. Urriði er þar öllu liðfleiri en bleikja og er oft vænni en í Ölvesvatni. Þarf að vaða talsvert út í vatnið til að eiga von á þeim stóru. Oft er góð veiði við ós Eiðsár, en þar veiðist oft bleikja sem sækir þar í æti og kalt vatn á hlýjum dögum. Með ströndinni og  þar sem Fossá fellur úr vatninu til austurs er oft góð veiði. Veiði er í Fossá, einkum urriði, en fiskur þar er oftast frekar smár.

Selvatn syðra

Selvatn, sem er næst stærst vatnanna í landi Hvalness, er talsvert Suð-austan við Ölvesvatn. Það er í 150 m hæð yfir sjó, líkt og Fossvatn, og 0.73  km² að flatarmáli. Selvatn er dýpst vatna á svæðinu eða um 16 m þar sem það er dýpst. Akfært er inn að Selvatni frá slóðanum upp að Ölvesvatni á Skaga, en ástand þess vegar er langt frá því að vera gott. Urriði er ráðandi í vatninu og það í töluverðu magni, en ekki mjög stór. Eins og víða eru bestu veiðistaðirnir við ósa og útfall ánna í vatninu og svo með norðurstöndinni.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Sauðárkrókur: 44 km, Blönduós: 55 km, Akureyri: 162 km og Reykjavík: um 300 km.

Veiðileyfi og upplýsingar

Vatnasvæðið er hluti af Veiðikortinu

Umsjón og bókanir: Bjarni Egilsson og fjölskylda á Hvalnesi, s: 453-6520

Þeir sem gista í húsunum og eru ekki með veiðikortið í för greiða 3000 kr fyrir veiðileyfi

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hvalnesveiðar

Engin nýleg veiði er á Hvalnesveiðar!

Shopping Basket