Hvalnesveiðar

Norðvesturland
Eigandi myndar: HH
Calendar

Veiðitímabil

25 maí – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar
Dollar

Verðbil

heill dagur

2500 kr. – 2500 kr.

Tegundir

Veiðin

Vatnasvæðið sem heyrir undir bæinn Hvalnes á Skagaheiði er gríðarstórt og eru þar seld veiðileyfi í sex vötn og árnar sem renna á milli þeirra. Vötnin eru Ölvesvatn, Fossvatn, Selvatn, Grunnatjörn, Andavatn og Stífluvatn og helstu árnar eru Eiðsá, Fossá og Selá. Ölvesvatn er langstærsta vatnið á vatnasvæði Selár, um 2,8 km2 að stærð og nokkuð djúpt. Leiðin að vötnunum er eftir um 6 km löngum jeppaslóða sem er stutt frá bænum Hvalsnes og nær að Ölvesvatni. Á vatnasvæðinu er bæði bleikja og urriði. Mikið er af ½ – 3 punda fiski, auk stærsta urriðans sem getur orðið allt að 6-7 pund. 

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Hægt er að kaupa leyfi til að tjalda á Hvalnesi og við Ölvesvatn er hægt að leigja tvö aðstöðuhús með eldunar- og gistiaðstöðu fyrir allt að 6 manns í hvoru húsi. Þar er einnig kamar. Aðstöðuhúsin þarf að panta með fyrirvara hjá umsjónarmanni í Hvalnesi í s: 453-6520 & 821-6520 eða á netfanginu: [email protected]

Verð fyrir hvort hús er 16.000 kr. á sólarhring.

Veiðireglur

Aðgengi að veiðisvæðinu er takmarkað og öruggara að panta veiðleyfi fyrirfram til að tryggja sér aðgang. Bókanir með aðstöðuhúsi njóta forgangs. Handhöfum Veiðikortsins ber að skrá sig í Hvalnesi og fá lykil að svæðinu. Sýna þarf Veiðikortið og skilríki. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Netaveiði er stranglega bönnuð svo og meðferð skotvopna. Einnig er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega. Í Hvalnesi fá veiðimenn veiðiskýrslur til útfyllingar og upplýsingar um svæðið. Veiðiskýrslum og lyklum ber að skila þangað við lok veiða.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið: Veiði er heimil á öllu vatnasvæðinu, þ.e.a.s. Ölvesvatni, Fossvatni, Selvatni, Heyvötnum, Grunnutjörn, Andavatni, Stífluvatni, Eiðsá, Fossá, auk annarra lækja sem renna á milli vatna.

Andavatn

Þetta er frekar lítið vatn sem liggur vestan við svokallaðan Ketubruna. Um 20 mínútna gangur er í norð-vestur frá Grunnutjörn að Andavatni. Góð bleikja er sögð ráðandi í vatninu en þokkalegur urriði finnst þar einnig. Helst er veitt frá útfallinu norður með austurströndinni. Mest er bleikjan um eitt pund en stærri fiskar veiðast stöku sinnum, allt að 4 pundum.

Grunnatjörn

Þetta litla vatn er ekki nafngreint á helstu kortum en það er skammt Norð-vestan við Ölvesvatn. Bleikja er ríkjandi tegund en einnig fæst urriði. Bleikjan er að mestu smá en ein og ein stærri slæðist gjarnan með. Eitthvað hafa menn veitt í Grunnutjarnarlæk sem rennur til Ölvesvatns, helst þá í hyljum ofarlega í læknum.

Stífluvatn

Stífluvatn er að finna Suð-vestan við Ölvesvatn og er þangað nokkur gangur frá veiðihúsunum þar sem komið er að Ölvesvatni. Eins og í hinum vötnunum er bleikja ríkjandi tegund í Stífluvatni þótt urriða sé þar einnig að finna. Að sögn Bjarna á Hvalnesi er jafnbestu bleikjuna á öllu vatnasvæðinu að finna í Stífluvatni. Talsvert er af fiski sem er frá tveimur og upp í þrjú pund að þyngd. Helstu veiðistaðir eru við útfall Stífluvatnslækjar, sem rennur til Ölvesvatns, og svo á ströndinni á milli hans og þess lækjar sem rennur í vatnið.

Fossvatn

Skammt austan Ölvesvatns, sunnan veiðihúsanna, er Fossvatn. Það er í 150 m hæð yfir sjó og 0.27  km² að flatarmáli. Urriði er þar öllu liðfleiri en bleikja og er oft vænni en í Ölvesvatni. Þarf að vaða talsvert út í vatnið til að eiga von á þeim stóru. Oft er góð veiði við ós Eiðsár, en þar veiðist oft bleikja sem sækir þar í æti og kalt vatn á hlýjum dögum. Með ströndinni og  þar sem Fossá fellur úr vatninu til austurs er oft góð veiði. Veiði er í Fossá, einkum urriði, en fiskur þar er oftast frekar smár.

Selvatn syðra

Selvatn, sem er næst stærst vatnanna í landi Hvalness, er talsvert Suð-austan við Ölvesvatn. Það er í 150 m hæð yfir sjó, líkt og Fossvatn, og 0.73  km² að flatarmáli. Selvatn er dýpst vatna á svæðinu eða um 16 m þar sem það er dýpst. Akfært er inn að Selvatni frá slóðanum upp að Ölvesvatni á Skaga, en ástand þess vegar er langt frá því að vera gott. Urriði er ráðandi í vatninu og það í töluverðu magni, en ekki mjög stór. Eins og víða eru bestu veiðistaðirnir við ósa og útfall ánna í vatninu og svo með norðurstöndinni.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Sauðárkrókur: 44 km, Blönduós: 55 km, Akureyri: 162 km og Reykjavík: um 300 km.

Veiðileyfi og upplýsingar

Vatnasvæðið er hluti af Veiðikortinu

Umsjón og bókanir: Bjarni Egilsson og fjölskylda á Hvalnesi, s: 453-6520

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hvalnesveiðar

Engin nýleg veiði er á Hvalnesveiðar!

Shopping Basket