Vatnasvæðið sem heyrir undir bæinn Hvalnes á Skagaheiði er gríðarstórt og eru þar seld veiðileyfi í sex vötn og árnar sem renna á milli þeirra. Vötnin eru Ölvesvatn, Fossvatn, Selvatn, Grunnatjörn, Andavatn og Stífluvatn og helstu árnar eru Eiðsá, Fossá og Selá. Ölvesvatn er langstærsta vatnið á vatnasvæði Selár, um 2,8 km2 að stærð og nokkuð djúpt. Leiðin að vötnunum er eftir um 6 km löngum jeppaslóða sem er stutt frá bænum Hvalsnes og nær að Ölvesvatni. Á vatnasvæðinu er bæði bleikja og urriði. Mikið er af ½ – 3 punda fiski, auk stærsta urriðans sem getur orðið allt að 6-7 pund.

Skagaheiðin er bara veisla
„Við félagarnir förum í árlegu ferðina okkar upp á heiði núna um miðjan júní, yfirspenntir eins og alltaf að komast upp í kofann góða,“ sagði Jóhannes Snær Eiríksson og bætti við;