Hvannabrekkuvatn er áætlað um 0.65 km² að flatarmáli og er í 30 m hæð yfir sjó. Frá vatninu fellur lækur sem sameinast öðrum læk sem rennur úr Selvatni og mynda þeir Hraunhafnará. Skálavatnsá rennur til vatnins. Hvannabrekkuvatn er grunnt en meðaldýpi vatnsins er ekki meira en 1.5 m. Í því er hvort tveggja bleikja og urriði, þokkalegur fiskur. Vatnið er í landi Skinnalóns.