Hvannadalsá

Vestfirðir
Eigandi myndar: veida.is
Calendar

Veiðitímabil

20 júní – 25 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

32000 kr. – 54000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Hvannadalsá er falleg laxveiðiá við Ísafjarðardjúp með fjölbreytt úrval veiðistaða. Hún rennur um Hvannadal og til sjávar á Langadalsströnd.  Hvannadalsá er ein 3ja laxveiðiáa við Ísafjarðarðardjúp og er oft kölluð perlan í Djúpinu. Hún er systurá Langadalsár, enda hafa þær sameiginlegan ós. Veiðisvæði Hvannadalsár er fremur stutt upp að Stekkjarfossi en áin er mun vatnsmeiri og straumþyngri en Langadalsá. Veitt er 2 daga í senn, frá hádegi – hádegis.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið er fremur lítið, með 4 herbergjum sem í eru efri og neðri koja. Það er komið nokkuð til ára sinna en þar er notalegt að vera. Veiðimenn koma sjálfir með sængurföt eða svefnpoka og heimilt er að koma í hús 1 klst fyrir veiðitíma og hús skal rýmt eigi síðar en 45 mín eftir að veiðitíma lýkur. Menn þrífa húsið sjálfir og skila því jafngóðu eða í betra ástandi en þegar þeir tóku við því.

Veiðireglur

Sleppa þarf öllum laxi, en hirða má hóflegt magn af bleikju

Kort og leiðarlýsingar

Veiðikort 

Veiðisvæðið er Hvannadalsá öll að Stekkjarfossi, um 7 km að lengt

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hólmavík: 47 km / Ísafjörður: um 132 km

Nærliggjandi flugvellir

Ísafjarðarflugvöllur: um 132 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Starir ehf s: 852 0401,  [email protected]

veida.is

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Vestfirðir

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hvannadalsá

Engin nýleg veiði er á Hvannadalsá!

Shopping Basket