Hvannadalsá er falleg laxveiðiá við Ísafjarðardjúp með fjölbreytt úrval veiðistaða. Hún rennur um Hvannadal og til sjávar á Langadalsströnd. Hvannadalsá er ein 3ja laxveiðiáa við Ísafjarðarðardjúp og er oft kölluð perlan í Djúpinu. Hún er systurá Langadalsár, enda hafa þær sameiginlegan ós. Veiðisvæði Hvannadalsár er fremur stutt upp að Stekkjarfossi en áin er mun vatnsmeiri og straumþyngri en Langadalsá. Veitt er 2 daga í senn, frá hádegi – hádegis.