Hverfisvötn

Suðurland
Eigandi myndar: veida.is
Calendar

Veiðitímabil

10 ágúst – 10 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar

Tegundir

Veiðin

Hverfisvötn eru í Fljótshverfi og eru á vatnasvæði sem samanstendur af ánum Laxá, Brúará og vatnamótunum við Djúpá. Laxá og Brúará eru dragár sem eiga upptök sín í um 500 – 600 m hæð á Kálfafellsheiði. Þær sameinast skammt fyrir neðan þjóðveginn og renna þar í sameiginlegum farvegi í jökulána Djúpá. Ekki er veitt í Djúpá, nema í skilunum þar sem dragárnar mæta jökulvatninu. Laxá og Bæjará eru báðar frekar stuttar, eða samtals um 4 km. Þær renna báðar í gljúfrum, sem þó auðvelt er að komast niður í. Báðar árnar eru fiskgengar upp að fossum sem eru í gljúfrunum. Bestu veiðistaðina á svæðinu má finna við varnargarðinn, bæði í skilunum við Djúpá og svo við garðinn ofanverðan. Einnig eru margir álitlegir staðir í gljúfrinu í Brúará, en þar ber að fara varlega þar sem áin er tær og viðkvæm og fiskurinn styggist auðveldlega. Sjóbirtingurinn er vænn, oft um 6 pund og sögur fara af fiskum sem eiga að hafa verð rúmlega 20 pund. 

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihús með kojum fyrir fjóra fylgja veiðileyfum

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðifélagið Birtingur, Jón Stefán Árnason s: 487-4985

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

15:00 – 21:00

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Hverfisvötn

Engin nýleg veiði er á Hverfisvötn!

Shopping Basket