Hverfisvötn

Suðurland
Eigandi myndar: veida.is
Calendar

Veiðitímabil

10 ágúst – 10 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar

Tegundir

Veiðin

Hverfisvötn eru í Fljótshverfi og eru á vatnasvæði sem samanstendur af ánum Laxá, Brúará og vatnamótunum við Djúpá. Laxá og Brúará eru dragár sem eiga upptök sín í um 500 – 600 m hæð á Kálfafellsheiði. Þær sameinast skammt fyrir neðan þjóðveginn og renna þar í sameiginlegum farvegi í jökulána Djúpá. Ekki er veitt í Djúpá, nema í skilunum þar sem dragárnar mæta jökulvatninu. Laxá og Bæjará eru báðar frekar stuttar, eða samtals um 4 km. Þær renna báðar í gljúfrum, sem þó auðvelt er að komast niður í. Báðar árnar eru fiskgengar upp að fossum sem eru í gljúfrunum. Bestu veiðistaðina á svæðinu má finna við varnargarðinn, bæði í skilunum við Djúpá og svo við garðinn ofanverðan. Einnig eru margir álitlegir staðir í gljúfrinu í Brúará, en þar ber að fara varlega þar sem áin er tær og viðkvæm og fiskurinn styggist auðveldlega. Sjóbirtingurinn er vænn, oft um 6 pund og sögur fara af fiskum sem eiga að hafa verð rúmlega 20 pund. 

Gistimöguleikar

Veiðihús

Veiðihús með kojum fyrir fjóra fylgja veiðileyfum

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðifélagið Birtingur, Jón Stefán Árnason s: 487-4985

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

15:00 – 21:00

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Hverfisvötn

Engin nýleg veiði er á Hverfisvötn!

Shopping Basket