Seleyri er veiðisvæði við Borgarfjarðarbrú og telst því eiginlega til strandveiða. Þarna gengur inn töluvert af sjóbirtingi og sjóbleikju, og svo einnig mikið af laxi þegar hann er á hraðferð fram hjá áleiðis upp vatnakerfið. Er algeng stærð birtingsins 1.5 – 3 pund og svipað hjá bleikjunni. Af gefnu tilefni vill stjórn SVFB minna á að vegna mjög lélegs ástands sjóbleikjustofnsins er áfram sama fyrirkomulag og verið hefur þ.e.a.s. að skilt er sleppa allri sjóbleikju sem veiðist á Seleyrinni. Einnig hvetur stjórnin til hóflegrar veiði á sjóbirtingi.
Styttist í að fyrstu laxarnir láti sjá sig
„Við vorum að veiða á Seleyrinni fyrir skömmu við Borgarnes og það voru laxar að stökkva svolítið fyrir utan, þar sem við vorum, flottir fiskar töluvert langt úti,“ sagði veiðimaður sem veiddi