Styttist í að fyrstu laxarnir láti sjá sig

„Við vorum að veiða á Seleyrinni fyrir skömmu við Borgarnes og það voru laxar að stökkva svolítið fyrir utan, þar sem við vorum, flottir fiskar töluvert  langt úti,“ sagði veiðimaður sem veiddi nokkra silunga en laxinn fékkst ekki til að taka.

„Það var kastað langt en það dugði engan veginn, jú maður hefur fengið laxa þarna,“ sagði veiðimaðurinn enn fremur.

Laxinn er fyrir nokkru farinn að leggja leið sína upp Hvítá í Borgarfirði, en stærri fiskarnir mæta fyrst. Laxar ættu að fara að sjást í laxveiðiánum hvað úr hverju. Það er víða byrjað að kíkja á stöðuna eins í Laxá í Kjós, Elliðaánum og fleiri ám.

En hvernig veiðisumarið verður veit enginn, laxinn er á leiðinni og verður spennandi að sjá hvernig hann skilar sér. Biðin er oft erfið eftir þeim silfraða.

Fallegt við Gljúfurá í Borgarfirði. /Mynd: Thomas

Veiðar · Lesa meira

Hvítá – Seleyri