Hvítá – Bjarnastaðir
Á Bjarnastöðum í Hvítársíðu er hægt að kaupa veiðileyfi á 3 km svæði í Hvítá. Leyfð er veiði á tvær stangir og er veiðitímabilið frá miðjum júlí til loka september. Einungis má nota flugu og hirða má 2 laxa á hvora dagstöng en sleppa verður allri bleikju. Stórir laxar veiðast árlega á svæðinu og er bleikjan oftast um tvö til þrjú pund. Besti tíminn er þegar komið er fram í september en þá er Hvítá svo til tær.
Verð: 10.000 kr. dagstöngin
Hvítá – Stóri Ás
Fyrir landi Stóra-Áss var lengi dágóð bleikjuveiði, en nú er sagan önnur og er bleikjan nú friðuð líkt og á Bjarnastöðum. Leyfðar eru tvær stangir og einungis má nota flugu. Enginn kvóti er á laxi, en algjör skylda að sleppa bleikju. Veiðitímabilið er frá seinnihluta ágúst og til loka september. Besti tíminn er seinnihluti september. Mikið er um sömu fastagestina sumar eftir sumar.
Verð: 8000 dagstöngin
Hvítá – Signýjarstaðir
Á Signýjarstöðum hefur lengi verið starfrækt ferðaþjónusta. Ábúendur bjóða upp á veiðileyfi í Hvítá með eða án gistingar. Leyfðar eru tvær til fjórar stangir og má nota allt löglegt agn. Tilmæli eru um að sleppa bleikju ef mögulegt er en enginn kvóti er á laxi. Tímabilið nær frá seinnipart júlí til 5. október. Mikið er um að sama fjölskyldufólkið komi sumar eftir sumar.
Verð: 5000 kr. dagstöngin