Skuggi er stangaveiðistaður í Hvítá í Borgarfirði, neðan við ósinn þar sem Grímsá rennur í hana. Þetta var hin ágætasti veiðistaður en hefur heldur tapað sér vegna sandburðar síðustu ár. Með fylgir silungasvæði neðst í Grímsá. Eftir að netaveiði var hætt í Hvítá hefur eigandi Hvítárvalla einnig leigt stangaveiði neðan við Skugga, allt niður að gömlu Hvítárbrúnni. Helstu veiðistaðir þar eru Þvottaklöpp og Norðurkot. Yfirleitt fást þar nokkrir tugir laxa á sumri hverju og oft er góð silungsveiði á svæðinu.