Jökla & Fögruhlíðará

Austurland
Eigandi myndar: Snævarr Ö. Georgsson
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 06 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús, Gistihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

20000 kr. – 70000 kr.

Tegundir

Veiðin

Þetta veiðisvæði var áður eingöngu Fögruhlíðarósinn og neðsti hluti Fögurhlíðarár en 2022 varð sú breyting að það er nú öll Fögruhlíðará ásamt neðsta hluta Jöklu sjálfrar. Stóreykst laxveiðivonin með þessum breytingum og með góðri silungsveiði verður þetta mjög spennandi valkostur á hóflegu verði. Mikill lax gengur um þetta svæði á leið upp Jöklu og hefur það lítið sem ekkert verið stundað til þessa. Svæðinu fylgir einnig Kaldárós sem hefur oft gefið góða veiði á bæði sjóbleikju og laxi sem bíður eftir því að ganga upp í Kaldá. Í boði verður gisting í Veiðihúsinu Hálsakoti í nýrri gistiaðstöðu sem byggð verður fyrir sumarið. Svæðið er kjörið fyrir smærri hópa þar sem stangirnar þrjár eru seldar saman. Þetta nýja veiðisvæði er afar fjölbreytt og allir veiðimenn ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem er góða sjóbleikjuveiði, lax, urriða eða sjóbirting. Veiðitími er frá 1. júní til 20. ágúst en eftir það verður svæðið hluti af Jöklu svæðinu.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Engin skyldugisting er fyrir Jöklu II en þó má athuga í Veiðihúsinu Hálsakoti í Jökulsárhlíð, með eða án fæðis, ef laus eru herbergi þar.

Gistihús

Gistiheimilð á Skjöldólfsstöðum s: 471-2006, ahreindyraslodum.is

 

Veiðireglur

Hirða má einn lax á dag og skyllt er að sleppa öllum löxum 70 cm og stærri.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið: Fögruhlíðará öll ásamt Jöklu neðan við Skipalág.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Egilsstaðir: 50 km, Akureyri: um 200 km um Vaðlaheiðargöng

Nærliggjandi flugvellir

Egilsstaðaflugvöllur: um 50 km

Áhugaverðir staðir

Fossinn Rjúkandi og Stuðlagil í Efri-Jökuldal

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðþjónustan Strengir s: 660 6890, [email protected]www.strengir.com 

Veiðivörður:  Guðmundur Ólason s: 471-1019 & 660-6893.

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

08:00 – 13:00

Kvöldvakt

15:00 – 21:00

Staðsetning

Austurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Jökla & Fögruhlíðará

Engin nýleg veiði er á Jökla & Fögruhlíðará!

Shopping Basket