Jökla II er tiltölulega nýtt veiðisvæði á hóflegu verði! Það hefur komið skemmtilega á óvart og var t.d. með rúma 30 laxa veidda 2019 og yfir 100 sumarið 2020. Eingöngu er leyfilegt að veiða með flugu á Jöklu II, enda hentar svæðið mjög vel til fluguveiða. Æskilegt að sleppa sem flestum löxum vegna góðra hrygninga og uppeldisskilyrða sem eru vannýtt á svæðinu. Jökla II er mikið svæði og nær nú að flúðinni Kastinu sem er skammt neðan við bæinn Hákonarstaði en þar fyrir neðan hafa uppgötvast nýjir og spennandi veiðistaðir!