Jónskvísl og Sýrlækur í Landbroti eru mjög fallegar og skemmtilegar veiðiár. Þetta eru fyrst og fremst sjóbirtingssvæði en þó er aðalveiðin yfir sumartímann bleikja og staðbundinn urriði. Sjóbirtingur gengur upp í Jónskvísl í gegnum Grenlæk og svo einnig inn í Sýrlæk sem ekki má vanmeta vegna smæðar en árlega veiðast stórir fiskar í honum. Bleikjan í Jónskvísl er yfirleitt þokkalega væn eða frá 3 – 6 pund. Hún veiðist helst í júní til ágúst ár hvert.