Jónskvísl & Sýrlækur

Suðurland
Eigandi myndar: Fish Partner
Calendar

Veiðitímabil

30 júní – 20 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

14900 kr. – 31000 kr.

Veiðin

Jónskvísl og Sýrlækur í Landbroti eru mjög fallegar og skemmtilegar veiðiár. Þetta eru fyrst og fremst sjóbirtingssvæði en þó er aðalveiðin yfir sumartímann bleikja og staðbundinn urriði. Sjóbirtingur gengur upp í Jónskvísl í gegnum Grenlæk og svo einnig inn í Sýrlæk sem ekki má vanmeta vegna smæðar en árlega veiðast stórir fiskar í honum. Bleikjan í Jónskvísl er yfirleitt þokkalega væn eða frá 3 – 6 pund. Hún veiðist helst í júní til ágúst ár hvert. 

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Félagið á hús sem er á besta stað í hraunjaðrinum rétt áður en komið er að Flóðinu. Húsið er rafvætt og skiptist þannig að það er eldhús, setustofa, snyrting og sturta í annarri álmunni og fjögur tveggja manna (kojur)svefnherbergi í hinni. Gasgrill er á staðnum. Menn mega koma í veiðihúsið einni klukkustund áður en veiði hefst og skulu rýma húsið klukkan 14 brottfarardag. Veiðimönnum ber að þrífa húsið fyrir brottför og fjarlægja rusl. Menn leggja sjálfir til sængur, sængurfatnað, tuskur og viskustykki.

Veiðireglur

Leyfilegt er að hirða tvo sjóbirtinga. Eftir að kvóta er náð er bannað að veiða á maðk. Sleppa ber allri bleikju hjá SVFK.

Veiðibækurnar fyrir bæði Grenlæk og Jónskvísl eru við bæinn Fossa, vel merkt. Vinsamlegast skráið allan afla í þær og setjið á sinn stað. Ástæðan fyrir þessari staðsetningu er sú að ekki öll veiðifélögin um Grenlæk og Jónskvísl nota veiðihús SVFK.

Kort og leiðarlýsingar

Beygt til hægri af þjóðvegi nr. 1 rétt áður en farið er yfir Skaftárbrúna og er um 10 mínútna keyrsla þar sem keyrt er yfir árnar Grenlæk, Sýrlæk og Jónskvísl áður en beygt er til vinstri að heimreiðinni að Fossum og Arnardranga. Þar er ekið sem leið liggur í átt að Arnardranga en tekinn afleggjari um girðingarhlið til hægri rétt áður en komið er að túnhliðinu við bæinn. Þar er ekinn slóði sem liggur í hraunlendi meðfram túninu og niður brekku. Síðan er beygt til vinstri og sést þá húsið sem staðsett er í hraunjaðrinum.

Efri mörk veiðisvæðisins eru við Rafstöðvarlónið, en þau neðri 100 m neðan neðsta foss

Kort af svæðinu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Kirkjubæjarklaustur: 19 km, Selfoss: 216 km, Reykjavík: 273 km og Akureyri: 643 km

Áhugaverðir staðir

Skaftárstofa: 16 km, Systrafoss og Systrakaffi: 17 km, Fjaðrárgljúfur: 24 km, Stjórnarfoss: 16 km

Veiðileyfi og upplýsingar

vefverslun.svfk.is  &  kippur.is/veiðileyfi

SVFK  s: 421-2888, [email protected]  / Kippur s: 897-0844 & 698-0318

(félgsmenn fá 15% afslátt af því verði)

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Jónskvísl & Sýrlækur

Engin nýleg veiði er á Jónskvísl & Sýrlækur!

Shopping Basket