Kelduá

Austurland
Calendar

Veiðitímabil

01 júlí – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

6000 kr. – 6000 kr.

Tegundir

Veiðin

Kelduá er dragá í Fljótsdalshreppi í Norður-Múlasýslu. Upptökinn eru í Kelduárvatni við Geldingafell, austan Eyjabakkajökuls. Fellur áin fyrst um heiðarlönd og síðan um Suðurdal allt til botns Lagarfljóts. Í Kelduá er mikið af urriða, sem oftast er þó frekar smár. Á sínum tíma var það aðallega bleikja sem menn fengu upp úr ánni, en hún er nú að mestu leyti horfin. Var hún ættuð úr Leginum, en urriðinn er staðbundinn. Nokkrir álitlegir veiðistaðir eru í Kelduá. Sá efsti er undir foss, sem ekki er fiskgengur, og nefnist hann Faxahylur. Fyrir neðan bæinn Víðivelli fremri er mikill hylur sem nefnist Hrakhamarshylur, er hann talinn einn vænlegasti veiðistaðurinn í ánni. Við ármót Kelduár og Jökulsár í Fljótsdal er Ferjuhylur, ágætur veiðistaður sem gaf oft góða bleikjuveiði.

Gisting & aðstaða

Tjaldstæði

Gott tjaldsvæði er við Fljótsdalsgrund Gistiheimili

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæði Kelduár nær frá Faxahyl (undir fossi) og niður að ósi við Lagarfljót

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Egilsstaðir: um 44 km, Akureyri: 286 km um Vaðlaheiðargöng, Reykjavík: 673 km

Áhugaverðir staðir

Hengifoss: 10 km, Hallormstaðaskógur: 18 km, Skriðuklaustur og Snæfellstofa: 5 km, Óbyggðasetrið: 12.3 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Upplýsingar: Þorsteinn Pétursson s: 893-2326 & 471-2324

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

15:00 – 21:00

Staðsetning

Austurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Kelduá

Engin nýleg veiði er á Kelduá!

Shopping Basket