Kelduvíkurvatn

Norðvesturland
Eigandi myndar: Guðlaug Jóhannsdóttir
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

4000 kr. – 4000 kr.

Tegundir

Veiðin

Kelduvíkurvatn er skráð í eigu Þangskála, en eins og með mörg önnur vötn á þessu svæði eru það bændur á Hrauni sem sjá um sölu veiðileyfa. Vatnið er 0,3 km² að flatarmáli og örstutt er í það frá þjóðveginum. Í vatninu er bleikja sem er 1-2 pund að stærð, en einnig urriði sem er allvænn. Heyrst hafa sögur um urriða frá 3-6 pundum. Vatnið skiptist til helminga frá læknum sem er fyrir því miðju. Nyrðri hlutinn er fyrir landi Hrauns. Verð veiðileyfa er tiltölulega hátt þar sem einungis er selt í hálft vatn í senn og borga þarf tvöfalt ef veiða á í öllu vatninu. Reynst hefur vel að fara ekki langt út í og kasta með bakkanum. Þar er malarkantur og virðist fiskurinn frekar vilja dóla þar en úti í vatninu.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Hægt er að panta gistingu í litlu veiðihúsi sem er í Skammagili sem er á milli Kolluvatns og Kelduvíkurvatns. Í því eru kojur fyrir 5 manns, borðbúnaður og eldhúsáhöld, gashellur til að elda á og einnig gasgrill.

Gisting kostar 7000 kr. á mann og fylgir veiðileyfi með kaupunum.

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Blönduós: 66 km, Sauðárkrókur: 55 km, Akureyri: 170 km og Reykjavík: 304 km

Áhugaverðir staðir

Ketubjörg: 10 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Þórunn Lindberg, Hraun 3 s: 868-9196 og 453-6696

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Kelduvíkurvatn

Engin nýleg veiði er á Kelduvíkurvatn!

Shopping Basket