Ketilvatn

Norðvesturland
Eigandi myndar: visir.is
Calendar

Veiðitímabil

15 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

8000 kr. – 8000 kr.

Tegundir

Veiðin

Þetta vatn er á Arnarvatnsheiði og er töluvert vestan við Arnarvatn stóra. Það er í 455 m hæð yfir sjávarmáli og áætlað flatarmál þess er um 0.23 km². Þetta er gott veiðivatn og er uppistaðan í veiðinni allgóð bleikja. Þarna var stunduð talsverð netaveiði hér áður fyrr, en henni hefur lítið verið sinnt hin síðari ár. Þar sem aðgengi að vatninu er erfitt, eða um þriggja tíma gangur frá veginum að norðan, hefur aðsókn ekki verið mikil. Jeppafær slóði liggur þó sunnanmegin, frá Úlfsvatni að Ketilvatni, og hefur það því miður tíðkast að menn stelist í vatnið eftir þeirri leið.  Blöndukíll heitir lækur sem fellur úr Ketilvatni og er ein af upptökum Vesturár í Miðfirði. Þótt ekki fari miklum sögum af aflabrögðum í læknum, ættu menn sem leggja leið sína að vatninu að kíkja niður með honum. 

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Möguleiki er á að kaupa gistingu í nokkrum skálum við Arnarvatn Stóra. Í skálunum er hiti, rennandi vatn, eldunaraðstaða, diskar, glös og hnífapör. Einnig matarborð, ljós frá sólarsellu og grill. Salernishús er rétt hjá skálunum. Komu og brottfaratími miðast við hádegi.

Stóri skáli: 3900 kr. á mann sólarhringurinn.

4 manna hús: 15.000 kr. sólarhringurinn.

Dísarbúð: 28.500 kr. sólarhringurinn (hýsir 7 manns).

Nýja Húsið: norðursalurinn kostar 35.000 kr. í sólarhring, en herbergi kostar 8000 kr

Hafið samband við Rafn Ben s: 8927576,  [email protected] til að panta gistingu

Kort og leiðarlýsingar

Þriggja tíma gangur er að vatninu norðan megin en hægt að skrölta eftir jeppavegi að sunnan, frá Úlfsvatni. Ef veiðmenn velja að fara þá leið eru þeir vinsamlega beiðnir um að láta vita af sér.

Leyfð er veiði í öllu vatninu og í læknum Blöndukíl sem úr því rennur

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hvammstangi: 70 km, Akureyri: 260 km, Borgarnes: 172 km, Reykjavík: 247 km og Reykjanesbær: 288 km (vegalengd að Arnarvatni Stóra, en svo er þriggja tíma gangur að vatninu).

Veiðileyfi og upplýsingar

Rafn Ben. s: 8927576,  [email protected]  & Theódóri veiðiverði s: 451-2950 & 852-0951

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðvesturland

Fréttir af veiði Ketilvatn

Engin nýleg veiði er á Ketilvatn!

Shopping Basket