Kleifarvatn er eitt af stærstu vötnum landsins, um 8 km² að stærð, og er 136 m yfir sjávarmáli. Mesta dýpi í vatninu er um 90 m á móts við Syðri Stapa. Meðaldýpi í vatninu er um 29 m. Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar fer fyrir veiðiréttinum í vatninu en í því er bæði bleikja og urriði og er það þekkt fyrir stórfiska. Mælingar sýna að mikið er af fiski í vatninu og einnig hafa kafarar séð mikið af vænum fiski þar. Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar hefur hafið ræktunarátak í vatninu og hefur undanfarin ár sleppt ársgömlum urriðaseiðum í vatnið. Slóðar í kringum vatnið hafa verið lagfærðir.
Allt lék á reiðiskjálfi
Veiðin er byrjuð fyrir þó nokkru í Keifarvatni og eitthvað hefur veiðst af fiski. Allt hefur leikið á reiðiskjálfi á Reykjanesi síðustu daga og það fékk veiðimaður sem var við