Kleifarvatn

Suðvesturland
Eigandi myndar: en.wikipedia.org
Calendar

Veiðitímabil

15 apríl – 30 janúar

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

2500 kr. – 2500 kr.

Tegundir

Veiðin

Kleifarvatn er eitt af stærstu vötnum landsins, um 8 km² að stærð, og er 136 m yfir sjávarmáli.  Mesta dýpi í vatninu er um 90 m á móts við Syðri Stapa. Meðaldýpi í vatninu er um 29 m. Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar fer fyrir veiðiréttinum í vatninu en í því er bæði bleikja og urriði og er það þekkt fyrir stórfiska. Mælingar sýna að mikið er af fiski í vatninu og einnig hafa kafarar séð mikið af vænum fiski þar. Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar hefur hafið ræktunarátak í vatninu og hefur undanfarin ár sleppt ársgömlum urriðaseiðum í vatnið. Slóðar í kringum vatnið hafa verið lagfærðir. 

Veiðireglur

Handhöfum Veiðikortsins ber að vera með kortið og skilríki á sér og tilbúnir að sýna það veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna. Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.  Óskað er eftir að því að menn sendi upplýsingar um afla með tölvupósti á netfangið [email protected] eða á [email protected] Bátaumferð á vatninu er bönnuð. Veiðimenn eru beðnir að gæta hófs og sleppa helst stórum fiskum.

Kort og leiðarlýsingar

Leyfilegt er að veiða í öllu vatninu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Grindavík: 34 km, Reykjavík: 33 km,  Reykjanesbær: 51 km og Akureyri: 410 km

Nærliggjandi flugvellir

Keflavíkurflugvöllur: 54 km

Veiðileyfi og upplýsingar

https://www.svh.is

Stangaveiðifélag Hafnafjarðar s: 565-4020, [email protected]

Kleifarvatn er einnig hluti af Veiðikortinu

 

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðvesturland

Fréttir af veiði Kleifarvatn

Allt lék á reiðiskjálfi

Veiðin er byrjuð fyrir þó nokkru í Keifarvatni og eitthvað hefur veiðst af fiski. Allt hefur leikið á reiðiskjálfi á Reykjanesi síðustu daga og það fékk veiðimaður sem var við

Lesa meira »
Shopping Basket