Þessi vötn tilheyra Hvítársíðu í Mýrarsýslu. Kleppavatn er 0,76 km², hyldjúpt og í 398 m hæð yfir sjó. Fiskivatn er litlu norðar og fær afrennsli Kleppavatns. Það er 0,73 km², grunnt og í 395 m hæð yfir sjó. Bæði urriði og bleikja er í vötnunum. Meðalstærðin er 1-2 pund, en allt að fjögurra til fimm punda bleikjur hafa veiðst í Kleppavatni. Leiðin að þessum vötnum er styttri en að öðrum vötnum á heiðinni. Þó þarf að skrölta á breyttum jeppum og mælt er með því að menn gangi síðasta spölin. Vötnin eru ekki langt frá Húsafelli og því er tilvalið fyrir fjölskyldufólk sem gistir þar að nýta sér veiðimöguleikana.