Krókavatn er á Fellsheiði, suðvestur af Þverfelli og 5 km inn af Finnafirði. Það er 0,56 km² að flatarmáli, nokkuð djúpt og í 160 m hæð yfir sjó. Góðan fisk er að fá í Krókavatni, bæði bleikju og urriða. Urriðinn getur náð 4 pundum og bleikjan 3 pundum. Best er veiðin fljótlega eftir að ísa leysir og út júnímánuð. Í júlí dregur úr veiðinni og þegar komið er fram í ágúst er hún lítið stunduð. Hægt er að komast á stórum jeppum upp að vatninu og hálfa leið á minni fjórhjóladrifsbílum. Við vatnið er kofi sem er gott að nota þegar kalt er í veðri.