Lambá á upptök sín í Grunnuvötnum á Arnarvatnsheiði og rennur stutt norður frá Hólmavatni. Hún sameinast Skammá sem kemur úr Hólmavatni, áður en hún fellur í Kjarrá. Ekki er fiskengt frá Kjarrá upp í Lambá þar sem allhár foss er rétt ofan við ármótin. Lambá er skemmtileg silungsveiðiá og eru fiskar í henni oftar en ekki vænir, allt að 6 pundum. Þarna er hvort tveggja urriði og bleikja og er ekki óalgengt að fá fiska sem eru 2-3 pund. Þeir sem kaupa leyfi í Lambá, hafa ekki aðgang að Hólmavatni.