Langavatn er í landi Sölvabakka, í um 8 km fjarðlægð frá Blönduósi. Það er í 55 m hæð yfir sjávarmáli og flatarmál þess er 0.16 km². Langavatn var talið fisklaust og allt síðan 1994 hefur silungi verið sleppt í vatnið með góðum árangri. Í fyrstu var þatta hvor tveggja urriði og regnbogasilungur, en undanfarin ár hefur einungis urriði verið settur í vatnið að stjórn Bjarna Jónssonar fiskifræðings. Í Langavatni veiðist fallegur fiskur, allt að 5 pundum. Algeng stærð er þó um 3 pund. Eins og í mörgum öðrum vötnum er besta veiðin á vorin, fljótlega eftir að ísa leysir. Þó má einnig fá góða veiði seinna um sumarið. Þá er það aðallega fluga sem reynist mönnum best, en vöxtur botngróðurs hamlar notkun annarrs agns.