Langavatn

Norðvesturland
Eigandi myndar: Högni Harðarson
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 31 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

4000 kr. – 4000 kr.

Tegundir

Veiðin

Langavatn er í landi Sölvabakka, í um 8 km fjarðlægð frá Blönduósi. Það er í 55 m hæð yfir sjávarmáli og flatarmál þess er 0.16 km². Langavatn var talið fisklaust og allt síðan 1994 hefur silungi verið sleppt í vatnið með góðum árangri. Í fyrstu var þatta hvor tveggja urriði og regnbogasilungur, en undanfarin ár hefur einungis urriði verið settur í vatnið að stjórn Bjarna Jónssonar fiskifræðings. Í Langavatni veiðist fallegur fiskur, allt að 5 pundum. Algeng stærð er þó um 3 pund. Eins og í mörgum öðrum vötnum er besta veiðin á vorin, fljótlega eftir að ísa leysir. Þó má einnig fá góða veiði seinna um sumarið. Þá er það aðallega fluga sem reynist mönnum best, en vöxtur botngróðurs hamlar notkun annarrs agns.

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Blönduós: 8 km, Sauðárkrókur: 44 km, Akureyri: 147 km og Reykjavík: um 250 km.

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðileyfi: Anna á Sölvabakka s: 848-6774

Hálfur dagur kostar 2000 kr.

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðvesturland

Fréttir af veiði Langavatn

Engin nýleg veiði er á Langavatn!

Shopping Basket