Langavatn í Fellum

Austurland
Eigandi myndar: Fish Partner
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

7000 kr. – 7000 kr.

Tegundir

Veiðin

Langavatn er í vatnaklasa Út-Fella og tiheyrir jörðunum Hafrafelli, Krossi og Stafafelli. Það er aðeins í 10 km fjarlægð frá Egilsstöðum. Vatnið er í 90 m hæð yfir sjó og talið vera um 0.57 km² að flatarmáli. Mesta dypi þess er 15 m. Aðrennsli er frá Reyðarvatni og Leirtjörn og frá Langavatni rennur lækur til Urriðavatns. Bæði urriði og bleikja er í vatninu. Á sínum tíma var mikil netaveiði stunduð í vatninu og þegar henni var hætt hrakaði veiðinni í vatninu svo um munaði. Var þá farið að sleppa urriðaseiðum sem veidd voru í gildrur í lækjum í nágrenni vatnsins. Það virðist hafa skilað góðum árangri. Allnokkur stangveiði hefur verið stunduð í Langavatni og þá helst með spóni og maðki. Mesta veiðin er fyrripart sumars og svo aftur seinnipartinn. Algeng stærð á stangveiddum fiski er eitt til tvö pund en fengist hafa upp í fjögurra punda fiskar í Langavatni. Ágætur vegur er að vatninu og beygt inn á hann skömmu áður en komið er að Staffelli. 

Gisting & aðstaða

Veiðireglur

Veiðimenn skulu gera grein fyrir sér með því að hringja eða senda skilaboð til veiðivarðar. Einnig skal láta hann vita af aflabrögðum að veiði lokinni. Hundar eru leyfðir en passa skal að hafa þá innan sjónmáls. Nota má kajak og bellý-báta en ekki stærri báta.

Kort og leiðarlýsingar

Svæðið sem heimilt er að veiða á er vesturbakki í landi Staffells og skulu veiðimenn virða mörkin

Kort

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Egilsstaðir: um 10 km og Reykjavík um 630 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðifélagar Fishpartner – árskort

Umsjónarmaður: Eiríkur Egill Sigfússon s: 863-5616.

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Austurland

Fréttir af veiði Langavatn í Fellum

Engin nýleg veiði er á Langavatn í Fellum!

Shopping Basket