Langisjór er stórt stöðuvatn suðvestan við Vatnajökul. Hann er 27 km² að flatarmáli, 20 km langur og 2 km á breidd þar sem hann er breiðastur. Hæð yfir sjávarmál er 662 m. Austan Langasjávar liggur fjallgarður sem heitir Fögrufjöll, frá þeim ganga víða klettahöfðar fram í vatnið og inn í þau skerast firðir og víkur. Góð bleikjuveiði er í Langasjó. Veiðihús er á tanga við vesturenda vatnsins.