Langisjór

Suðurland
Calendar

Veiðitímabil

06 júlí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús, Gistihús, Tjald, Annað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar, Breyttir jeppar
Dollar

Verðbil

heill dagur

5000 kr. – 5000 kr.

Tegundir

Veiðin

Langisjór er stórt stöðuvatn suðvestan við Vatnajökul. Hann er 27 km² að flatarmáli, 20 km langur og 2 km á breidd þar sem hann er breiðastur. Hæð yfir sjávarmál er 662 m. Austan Langasjávar liggur fjallgarður sem heitir Fögrufjöll, frá þeim ganga víða klettahöfðar fram í vatnið og inn í þau skerast firðir og víkur. Góð bleikjuveiði er í Langasjó. Veiðihús er á tanga við vesturenda vatnsins.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Í húsinu er svefnpokapláss fyrir 4 í kojum og 2 á tvíbreiðum svefnsófa. Eldað er á gasi. Salerni er í húsinu og sturta. Veiðileyfi í Langasjó er innifalið í leigu. Þeir sem eru með veiðihúsið til leigu, hafa leyfi til að tjalda við það.

Leiga pr nótt með veiðirétti er 32.900 kr

Gistihús

Svefnpokagisting í skála (sturta ekki innifalin)

Fullorðnir greiða 7000 kr en 7 – 17 ára 3500 kr (Frítt er fyrir börn)

 

Tjaldstæði

Þeir sem ekki eru með veiðihúsið til leigu verða að tjalda á tjaldsvæði sem Vatnajökulsþjóðgarður starfrækir fyrir gesti. Þar hefur þjóðgarðurinn komið upp góðri aðstöðu með salernum og rennandi vatn fyrir tjaldgesti auk þess sem landvörður frá Vatnajökulsþjóðgarði er með viðveru á svæðinu hluta úr degi.

Fullorðnir greiða 1500 kr en 7 – 17 ára 750 kr (sturta er ekki innifalin en kostar 500 kr vilji menn nota sér hana)

Aðrir gistimöguleikar

Smáhýsi með WC og eldunaráðstöðu (Sturta innifalin, er staðsett á tjaldsvæði)

Svefnpokagisting frá 15. – 30. júní og 1. – 15. september  24,000 kr  /  Svefnpokagisting frá 1. júlí – 30. ágúst  27.000 kr  /  Sængurver á mann  2000 kr

Kort og leiðarlýsingar

Helstu veiðistaðir eru við veiðihúsið við suðurenda vatnsins og meðfram vatninu að norðan, með Breiðbak. Góð veiði getur verið við norðurenda Langasjávar. Til að komast þangað að keyra Breiðbak norður fyrir Langasjó. Þaðan er hægt að ganga inn að Útfalli þar sem fellur úr Langasjó út í Skaftá. Við Útfallið getur verið góð veiði en þangað er drjúg ganga og ekki hægt að komast á bíl.

Þegar ekið er að Langasjó er farin leið F208 sem má nálgast frá Landmannalaugum eða úr Skaftártungu. Beygt er inn á F235 um það bil 3 km ofan við Eldgjá. Að öllu jöfnu opnar F235 um mánaðarmótin júní/júlí. Hægt er að fylgjast með opnun fjallvega á upplýsingavef Vegagerðarinnar.

Veiðikort

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Kirkjubæjarklaustur: 97 km, Vík: 118 km, Selfoss: 247 km, Reykjavík: 304 km og Akureyri: 311 km um Sprengisand.

Veiðileyfi og upplýsingar

Bókið veiðileyfi og veiðihúsið í Hólaskjóli s: 855-5812 & 855-5813 eða [email protected]

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Langisjór

Engin nýleg veiði er á Langisjór!

Shopping Basket