Laufdalsvatn

Suðurland
Eigandi myndar: Áfangagil
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 31 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

4000 kr. – 4000 kr.

Tegundir

Veiðin

Laufdalsvatn er eitt þeirra vatna sem telst til Framvatna og liggur rétt norð-austan Laufdals, norðan Löðmundar. Það er 0,9 km2 að flatarmáli og liggur í um 540 m hæð yfir sjávarmáli. Laufdalsvatn sést ekki frá Dyngjuleið og er nokkur gangur að því þaðan sem slóðanum lýkur. Vatnið, rétt eins og önnur á svæðinu, var nytjað í nokkurn tíma eftir að fiski var sleppt í það, en nú hefur bleikjan orðið helst til liðmörg og því hefur stofninn liðið verulegan skort hin síðari ár.

Gistimöguleikar

Veiðireglur

Mikilvægt er að veiðimenn skili útfylltum veiðiskýrslum til skálavarðar í Landmannahelli, eða í póstkassa sem staðsettur er við krossgötur þar sem farið er inn að Ljótapolli.

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu.

Aðkoman að vatninu er frá Dyngjuleið, nokkru vestan við Drekagil, þ.e. sé komið frá gatnamótunum við F208 undir Eskihlíðarhnausum.

Veiðileyfi og upplýsingar

Skarð, s: 487-1590 & 487-6525 í Landsveit og hjá veiðiverði við Landmannahelli.

veidivotn.is

 

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Laufdalsvatn

Engin nýleg veiði er á Laufdalsvatn!

Shopping Basket