Laugardælavatn er í Hraungerðishreppi í Árnessýslu og er vatnið í því litað. Vatnið er 0.4 km² að flatarmáli, mesta dýpi 1.5 m og í 22 m hæð yfir sjávarmáli. Í vatnið rennur Rauðilækur en úr því lækirnir Ósabotnar til Hvítár og Ós til Ölfusár. Í vatninu er bæði urriði og bleikja og þar hefur einning veiðst sjóbirtingur, sem sennilega kemst um lækinn Ós. Þökk sé netaveiði bænda er talsvert af ágætlega vænum fiski í vatninu. Þeir stærstu er um fjögur pund, þó mest sé af fiski sem er hálft – eitt pund.