Laxá á Refasveit

Norðvesturland
Eigandi myndar: veida.is

Veiðitímabil

01 júlí – 20 september

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur

Fjöldi stanga

3 stangir

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús

Leiðsögn

ekki í boði

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Lax

Veiðin

Laxá á Refasveit er náttúruparadís rétt norðan við Blönduós. Áin rennur um Laxárdal, sem er grösugur og gróinn dalur. Áin á upptök sín ofarlega í Laxárdalnum þar sem heita Kattartungur. Nokkru neðar fellur Norðurá í hana, en hún á upptök sín í Norðurárdal, þar sem Þverárfjallvegur liggur yfir í Skagafjörð. Árnar sameinast fyrir ofan þjóðveg við Skrapatungurétt. Neðan þjóðvegar eru háir bakkar með ánni og hún rennur um gljúfur eitt mikið, til sjávar í Laxárvík. Á sýnum tíma var laxastigi steyptur í árgljúfrinu, mikið mannvirki. Þar var áður brú þar sem áin fellur í þröngu og djúpu gili. Stígur og göngustigi er niður í gljúfrið. Hann kemur niður milli Gljúfrabúa og Kistu sem eru góðir veiðistaðir. Veitt er 2 daga í senn, frá hádegi til hádegis.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Gott veiðihús er fram í dalnum á milli bæjanna Balaskarðs og Mánaskálar. Það er í landi Mánskálar og er búið helstu nútíma- þægindum; tveimur svefnherbergjum, svefnlofti, svefnskála, dagstofu og eldhúsi. Einnig er ágæt verönd, þar sem finna má gasgrill. Aðstaða er til að hreinsa veiðina í útivaski og þarna er geymsla með frystikistu. Greiða þarf þrifagjald, kr. 7.000.

Veiðireglur

Hirða má einn lax á stöng á dag, en eftir það má veiða og sleppa að vild. Tilmæli er um að sleppa hryggnum lengri en 70 cm

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið spannar um 15 km

Hér er góð veiðistaðalýsing 

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Blönduós: um 10 km / Reykjavík: um 250 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllum: 250 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Atli Þ. Gunnarsson s: 452-4460 & 659-1800

 

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Laxá á Refasveit

Engin nýleg veiði er á Laxá á Refasveit!

Shopping Basket