Laxá á Refasveit er náttúruparadís rétt norðan við Blönduós. Áin rennur um Laxárdal, sem er grösugur og gróinn dalur. Áin á upptök sín ofarlega í Laxárdalnum þar sem heita Kattartungur. Nokkru neðar fellur Norðurá í hana, en hún á upptök sín í Norðurárdal, þar sem Þverárfjallvegur liggur yfir í Skagafjörð. Árnar sameinast fyrir ofan þjóðveg við Skrapatungurétt. Neðan þjóðvegar eru háir bakkar með ánni og hún rennur um gljúfur eitt mikið, til sjávar í Laxárvík. Á sýnum tíma var laxastigi steyptur í árgljúfrinu, mikið mannvirki. Þar var áður brú þar sem áin fellur í þröngu og djúpu gili. Stígur og göngustigi er niður í gljúfrið. Hann kemur niður milli Gljúfrabúa og Kistu sem eru góðir veiðistaðir. Veitt er 2 daga í senn, frá hádegi til hádegis.