Laxá á Refasveit

Norðvesturland
Eigandi myndar: veida.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júlí – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Lax

Veiðin

Laxá á Refasveit er náttúruparadís rétt norðan við Blönduós. Áin rennur um Laxárdal, sem er grösugur og gróinn dalur. Áin á upptök sín ofarlega í Laxárdalnum þar sem heita Kattartungur. Nokkru neðar fellur Norðurá í hana, en hún á upptök sín í Norðurárdal, þar sem Þverárfjallvegur liggur yfir í Skagafjörð. Árnar sameinast fyrir ofan þjóðveg við Skrapatungurétt. Neðan þjóðvegar eru háir bakkar með ánni og hún rennur um gljúfur eitt mikið, til sjávar í Laxárvík. Á sýnum tíma var laxastigi steyptur í árgljúfrinu, mikið mannvirki. Þar var áður brú þar sem áin fellur í þröngu og djúpu gili. Stígur og göngustigi er niður í gljúfrið. Hann kemur niður milli Gljúfrabúa og Kistu sem eru góðir veiðistaðir. Veitt er 2 daga í senn, frá hádegi til hádegis.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Gott veiðihús er fram í dalnum á milli bæjanna Balaskarðs og Mánaskálar. Það er í landi Mánskálar og er búið helstu nútíma- þægindum; tveimur svefnherbergjum, svefnlofti, svefnskála, dagstofu og eldhúsi. Einnig er ágæt verönd, þar sem finna má gasgrill. Aðstaða er til að hreinsa veiðina í útivaski og þarna er geymsla með frystikistu. Greiða þarf þrifagjald, kr. 7.000.

Veiðireglur

Hirða má einn lax á stöng á dag, en eftir það má veiða og sleppa að vild. Tilmæli er um að sleppa hryggnum lengri en 70 cm

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið spannar um 15 km

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Blönduós: um 10 km / Reykjavík: um 250 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllum: 250 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Atli Þ. Gunnarsson s: 452-4460 & 659-1800, einnig má fylla út fyrirspurnarform hér

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Laxá á Refasveit

Engin nýleg veiði er á Laxá á Refasveit!

Shopping Basket