Laxárvatn er í Austur-Húnavatnssýslu, ekki langt frá Blönduósi. Það er miðlunarlón fyrir Laxárvirkjun, er að meðaltali í um 87 m hæð yfir sjó og mælt flatarmál er 2.97 km². Það er frekar grunnt, en mesta dýpi er 4.5 m. Mikill fiskur er í Laxárvatni, helst urriði á bilinu hálft til tvö pund. Úr vatninu rennur Laxá á Ásum, ein þekktasta laxveiðiá landsins og á lax því greiðan aðgang upp í vatnið. Veiðast þar því nokkrir laxar á hverju sumri. Þetta er spennandi fjölskyldukostur.
Allir reyna að veiða
„Já við erum alltaf að reyna að veiða hérna fyrir norðan, við fengum 4 fiska í Laxárvatni,“ sagði Bergþór Pálsson þegar við heyrðum í honum, nýkomunum úr rólegum veiðitúr með hressum