Laxárvatn

Norðvesturland
Eigandi myndar: Högni H
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

6000 kr. – 6000 kr.

Tegundir

Veiðin

Laxárvatn er í Austur-Húnavatnssýslu, ekki langt frá Blönduósi. Það er miðlunarlón fyrir Laxárvirkjun, er að meðaltali í um 87 m hæð yfir sjó og mælt flatarmál er 2.97 km². Það er frekar grunnt, en mesta dýpi er 4.5 m. Mikill fiskur er í Laxárvatni, helst urriði á bilinu hálft til tvö pund. Úr vatninu rennur Laxá á Ásum, ein þekktasta laxveiðiá landsins og á lax því greiðan aðgang upp í vatnið. Veiðast þar því nokkrir laxar á hverju sumri. Þetta er spennandi fjölskyldukostur.

Gisting & aðstaða

Kort og leiðarlýsingar

Svæðið sem heimilt er að veiða á er vesturbakkinn á milli landamerkja Sauðaness og Köldukinnar að norðan og milli Sauðaness og Mánafossa að sunnan.  Fram í miðjan júní er mælt með því að veiðimenn leggi bílum sínum upp við girðingu og labbi niður að vatni vegna lausra hrossa á svæðinu. Þeir eiga það til að fara illa með bíla.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Blönduós: 6 km og Reykjavík: um 250 km.

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðvesturland

Fréttir af veiði Laxárvatn

Allir reyna að veiða

„Já við erum alltaf að reyna að veiða hérna fyrir norðan, við fengum 4 fiska í Laxárvatni,“ sagði Bergþór Pálsson þegar við heyrðum í honum, nýkomunum úr rólegum veiðitúr með hressum

Lesa meira »
Shopping Basket