Laxárvatn

Norðvesturland
Eigandi myndar: Högni H
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

6000 kr. – 6000 kr.

Tegundir

Veiðin

Laxárvatn er í Austur-Húnavatnssýslu, ekki langt frá Blönduósi. Það er miðlunarlón fyrir Laxárvirkjun, er að meðaltali í um 87 m hæð yfir sjó og mælt flatarmál er 2.97 km². Það er frekar grunnt, en mesta dýpi er 4.5 m. Mikill fiskur er í Laxárvatni, helst urriði á bilinu hálft til tvö pund. Úr vatninu rennur Laxá á Ásum, ein þekktasta laxveiðiá landsins og á lax því greiðan aðgang upp í vatnið. Veiðast þar því nokkrir laxar á hverju sumri. Þetta er spennandi fjölskyldukostur.

Gistimöguleikar

Kort og leiðarlýsingar

Svæðið sem heimilt er að veiða á er vesturbakkinn á milli landamerkja Sauðaness og Köldukinnar að norðan og milli Sauðaness og Mánafossa að sunnan.  Fram í miðjan júní er mælt með því að veiðimenn leggi bílum sínum upp við girðingu og labbi niður að vatni vegna lausra hrossa á svæðinu. Þeir eiga það til að fara illa með bíla.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Blönduós: 6 km og Reykjavík: um 250 km.

Veiðileyfi og upplýsingar

Vatnið er hluti af Veðifélagspakka Fish Partner

Sauðanes s: 453-4353 & 848-0108, [email protected]

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðvesturland

Fréttir af veiði Laxárvatn

Engin nýleg veiði er á Laxárvatn!

Shopping Basket