Leirvogsvatn er í Mosfellshreppi við Þingvallaveginn. Það er 1,2 km², dýpst 16 m og í 211 m hæð yfir sjó. Bugða rennur til þess að norðan og úr því rennur Leirvogsá til sjávar en hún er góð laxveiðiá. Í vatninu er bæði urriði og bleikja, mikill fiskur, en ekki stór. Þingvallavegur (36) liggur meðfram vatninu. Vatnið er í eigu kirkjustaðarins Mosfells og jarðarinnar Stardals og nýta ábúendur veiðiréttinn að mestu sjálfir, en þó gefur presturinn á Mosfelli leyfi til veiða fyrir sínu landi án endurgjalds.