Leirvogsvatn

Suðvesturland
Eigandi myndar: ni.is
Calendar

Veiðitímabil

01 janúar – 31 desember

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar

Tegundir

Veiðin

Leirvogsvatn er í Mosfellshreppi við Þingvallaveginn. Það er 1,2 km², dýpst 16 m og í 211 m hæð yfir sjó. Bugða rennur til þess að norðan og úr því rennur Leirvogsá til sjávar en hún er góð laxveiðiá. Í vatninu er bæði urriði og bleikja, mikill fiskur, en ekki stór. Þingvallavegur (36) liggur meðfram vatninu. Vatnið er í eigu kirkjustaðarins Mosfells og jarðarinnar Stardals og nýta ábúendur veiðiréttinn að mestu sjálfir, en þó gefur presturinn á Mosfelli leyfi til veiða fyrir sínu landi án endurgjalds.

Kort og leiðarlýsingar

Einungis er leyfð veiði í landi Mosfells

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Mosfellsbær: 13 km, Reykjavík: 28 km, Reykjanesbær: um 79 km

Áhugaverðir staðir

Þingvellir: um 19 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Eiríkur Guðlaugsson, s: 691-2452.

Leyfilegt er að veiða allt árið um kring og vatnið hentar ágætlega til dorgveiða.

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Leirvogsvatn

Engin nýleg veiði er á Leirvogsvatn!

Shopping Basket