Ljósavatn

Norðausturland
Eigandi myndar: Ferðafélag Akureyrar
Calendar

Veiðitímabil

01 janúar – 31 desember

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

2000 kr. – 3000 kr.

Tegundir

Veiðin

Ljósavatn er 3,2 km² að flatarmáli, dýpst  35 m og er í 105 m hæð yfir sjó. Aðrennsli er frá Geitá, Litlutjarnarlæk og Kambsá og frárennslið er Djúpá, sem fellur til Skjálfandafljóts. Mest er af bleikju, ½-1 pund, og einhver urriði sem getur orðið nokkuð stór. Nokkur netaveiði er í vatninu og mætti vera meiri. Þjóðvegur nr. 1 liggur meðfram vatninu í Ljósavatnsskarði og hægt er að aka í kringum það. Vatnið er mjög vinsælt meðal veiðimanna og mjög hentugt fyrir fjölskyldur. Jafnan veiðist best á vorin, frá maí og fram í miðjan júlí. Góðir veiðistaðir eru austan megin við vatnið, við ósa lækja og þar sem Kambsá fellur í það. Einhver dorgveiði er einnig stunduð á Ljósavatni og fást þá ágætir urriðar.  

Gisting & aðstaða

Hótel

Hótel Edda, Stórutjörnum s: 444-4000.

Gistihús

Fosshóll s: 464-3108, fossholl.is

Kiðagil s: 464-3290, svartarkot.is/kidagil

Veiðireglur

Korthöfum er skylt að skrá sig hjá landeiganda og fá afhenta veiðiskýrslu sem þarf að skila við lok veiði. Veiðimenn og útivistarfólk er vinsamlegast beðið að ganga vel um svæðið. Óheimilt er að aka utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd korthafa.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðikortið: Heimilt er að veiða í öllu vatninu að undanskyldu landi Vatnsenda sem er frá Geitá að Dauðatanga. Helgi á Vatsenda selur veiðileyfi sér fyrir sínu landi

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Akureyri: 28 km, Húsavík 28 km og Reykjavík 415 km.

Veitingastaðir

Fosshóll: 7 km, Lundsvöllur: 20 km og  Dalakofinn: 19 km.

Áhugaverðir staðir

Goðafoss: um 7 km, Aldeyjarfoss: 46 km, Daladýrð: 25 km og Mývatnssveit: 50 – 60 km.

Nestisstaðir

Vaglaskógur: 20 km.

Veiðileyfi og upplýsingar

Ljósavatn er hluti af Veiðikortinu en einnig eru seld dagsleyfi.

Sigurður Birgisson, Krossi s: 894-9574 & 868-1975. Helgi Ingason, Vatnsenda s: 692-8125 & 464-3249.

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Ljósavatn

Engin nýleg veiði er á Ljósavatn!

Shopping Basket