Ljósalandsvatn

Norðausturland
Calendar

Veiðitímabil

15 maí – 31 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi

Tegundir

Veiðin

Ljósalandsvatn er á mörkum Vopnafjarðarhrepps og Skeggjastaðahrepps. Það er austan þjóðvegarins yfir Sandvíkurheiði og liggur í 230 m hæð yfir sjó. Vatnið er um 0,41 km² að flatarmáli og frekar grunnt. Frá þjóðveginum liggur vegur, fær öllum bílum, að Ljósalandsvatni. Samkvæmt gömlum upplýsingum á NAT-ferðavísi, er mikið af smáfiski í vatninu og mikil þörf á grisjun. Nú er staðan að vísu sú að í vatninu er jafnvænsti fiskurinn sem finnst í vötnum á Sandvíkurheiði. Hvert sumar veiðast þar 5 – 7 punda fiskar, bæði urriðar og bleikjur. Stofninn virðist því hafa braggast sl. tvo áratugi, þökk sé netaveiði.

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu

Veiðileyfi og upplýsingar

Skrifstofa Langanesbyggðar s: 468-1220

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Ljósalandsvatn

Engin nýleg veiði er á Ljósalandsvatn!

Shopping Basket