Löðmundarvatn

Suðurland
Eigandi myndar: mapio.net
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 31 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

5000 kr. – 5000 kr.

Tegundir

Veiðin

Löðmundarvatn er rétt austan við Landmannahelli og nýtur þar skjóls af fjallinu Löðmundi sem gnæfir yfir því í norðri. Það er um 0.90 km² að flatarmáli og í 590 m hæð yfir sjávarmáli. Löðmundarvatn er frekar grunnt og úr því renna Helliskvísl og Blautaver. Í vatninu er nær eingöngu bleikja, oft frekar smá en hefur verið að koma til hin síðari ár vegna grisjunaraðgerða. Akfært er að því að vestan, næstum alveg inn að Löðmundi.

Gisting & aðstaða

Veiðireglur

Mikilvægt er að veiðimenn skili útfylltum veiðiskýrslum til skálavarðar í Landmannahelli, eða í póstkassa sem staðsettur er við krossgötur þar sem farið er inn að Ljótapolli.

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Fjarlægð frá Reykjavík eru um 170 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Skarð í Landsveit, s: 487-6525 & 487-1590 og hjá veiðiverði í Landmannahelli

veiðivotn.is

 

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Löðmundarvatn

Hafa mokað upp þremur tonnum

Veiðifélagið Ármenn hefur síðustu þrjú ár unnið að grisjun Löðmundarvatns að Fjallabaki. Fiski er mokað upp um hverja helgi á sumrin. Ljósmynd/Kristinn Magnússon mbl.is – Veiði · Lesa meira

Lesa meira »
Shopping Basket