Loðmundarvatn er rétt austan við Landmannahelli og nýtur þar skjóls af fjallinu Loðmundi sem gnæfir yfir því í norðri. Það er um 0.90 km² að flatarmáli og í 590 m hæð yfir sjávarmáli. Loðmundarvatn er frekar grunnt og úr því renna Helliskvísl og Blautaver. Í vatninu er nær eingöngu bleikja, oft frekar smá en hefur verið að koma til hin síðari ár vegna grisjunaraðgerða. Akfært er að því að vestan, næstum alveg inn að Loðmundi.
Hafa mokað upp þremur tonnum
Veiðifélagið Ármenn hefur síðustu þrjú ár unnið að grisjun Löðmundarvatns að Fjallabaki. Fiski er mokað upp um hverja helgi á sumrin. Ljósmynd/Kristinn Magnússon mbl.is – Veiði · Lesa meira