Lónsá á Langanesi

Norðausturland
Eigandi myndar: fluguveidi.is
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 30 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

5 fiskar á stöng/dag
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

30000 kr. – 30000 kr.

Veiðin

Lónsá er lítil veiðiperla í landi Ytra Lóns á Langanesi, stutt frá Þórshöfn. Lónsá hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir góða sjóbleikjuveiði en bæði sjóbirtingur og staðbundin urriði hefur aukist mikið síðustu ár. Á fyrri helmingi tímabilsins, í apríl og maí, er aðallega veiði á ósasvæðinu og í Sauðaneslóni. Í maí og júni getur verið hreint ævintýraleg veiði á bleikju og sjóbirtingi sem lónir á ósasvæðinu í æti. Stærstu bleikjurnar byrja að ganga upp ánna í byrjun júní en frá miðjum júní og út júlí er alla jafna besti tíminn í ánni til að veiða bleikju. Eftir miðjan júlí fer urriðaveiði einnig að aukast. Á haustin má merkja smáar sjóbirtings- og laxgöngur en haustveiðin hefur í raun og veru ekki verið nógu vel rannsökuð fram að þessu.

Gisting & aðstaða

Gistihús

www.ytralon.is

Ytra-Lón s: 468-1242 & 846-6448, [email protected]

 

Veiðireglur

Eingöngu er veitt á flugu í Lónsá og Sauðanesós en leyfilegt er að veiða á spún og maðk í Ytra Lóni.

Kvóti í Lónsá og Sauðanesós er 5 fiskar á dag undir 45cm á hverja stöng. Í Ytra Lóni er hins vegar enginn kvóti á fiski undir 45 cm. Sleppa skal öllum fiski yfir 45cm undantekningarlaust, líka í Ytra Lóni, og ef stór fiskur drepst að lokinni viðureign ber að tilkynna leigutaka eða veiðiverði strax áður en haldið er áfram að veiða.

Veiðimönnum ber að fara sérstaklega varlega við bakkana frá 20. maí til 20. júní vegna æðarvarps. Náttúran er einstök á Langanesi og er mikið fuglalíf við ána og lónin. Þar ber mest á kríum, æðarfugli og ýmsum andategundum, ásamt gæsum og rjúpu. Yfir þessu veisluborði vakir fálkinn og stundum sést brandugla á kvöldin.

Skilmálar: Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðibók

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er Lónsá öll vel upp á heiði, Sauðanesós og Ytra Lón. Einnig má veiða í Þverá og Hólslæk sem renna í Lónsá

Það liggur vegur upp með ánni að túninu við Grund en þaðan þarf að ferðast á tveimur jafnfljótum.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Þórshöfn: 14 km, Húsavík: um 170 km, Egilsstaðir: 211 km, Akureyri: 245 um Vaðlaheiðargöng, Reykjavík: 634 km um Vaðlaheiðargöng

Nærliggjandi flugvellir

Eglilsstaðaflugvöllur: 210 km, Akureyrarflugvöllur: 245 km um Vaðlaheiðargöng

Áhugaverðir staðir

Mikið fuglalíf er á Langanesi og er verðugt að gera sér ferð að Skoruvíkarbjargi og berja súlubyggðina á Stórakarli augum. Einnig gera sumir sér ferð að Fonti, sem er örmjór bjargtangi austast á Langanesi. Þangað er einungis fært 4×4 bílum.

Veiðileyfi og upplýsingar

Fluguveidi.is – Lónsa

s: 449-9905, [email protected]

Veiðiverðir: Sverrir Möller og Mirjam Blekkenhorst s: 468-1242 & 846-6448

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Lónsá á Langanesi

Engin nýleg veiði er á Lónsá á Langanesi!

Shopping Basket