Miðfjarðará, sem kemur upp á Mælifellsheiði, norðvestan undir Kistufelli, hefur mikið vatnasvið og aðdraganda og ber öll einkenni dragár. Í hana fellur Litla-Kverká að vestan skammt neðan við eyðibýlið Kverkártungu. Eftir að þrír fossar sem eru í ánni voru gerðir fiskgengdir, kemst laxinn nú 9 km upp með ánni. Þegar vel árar, skilar áin upp undir 250 löxum. Ágætis sjóbleikjuveiði er einnig í Miðfjarðará og veiðast oft bleikjur 3-5 pund.
Missti stórlaxinn en náði honum samt
Veiðin á norðausturhorni landsins í sumar hefur verið afar róleg. En í slíkum árum verða samt alltaf til minningar sem gleymast ekki. Sölustjóri Strengs, eða Six River Project eins og