Upptök Norðfjarðará eru undir Fanndalsfelli uppi á hálendinu inn af Norðfirði. Áin er vinsæl og hefur hún verið staðsett á topp 10 lista yfir bestu bleikjuár landsins. Slangur af laxi veiðist einnig í Norðfjarðará ár hvert. Í ánni er mikið af tveggja til þriggja punda bleikjum og hefur heyrst að bleikjur allt að sex til sjö pund veiðist á hverju ári. Nokkuð jöfn veiði er í Norðfjarðará, um 700 til 800 bleikjur, flestar veiddar á flugu. Besti veiðitíminn í ánni er þegar líða fer á júlímánuð og langt fram í ágúst. Framan af sumri er veiðin mest í neðri hluta árinnar en þegar kemur fram yfir miðjan júlí er fiskur komin á all flesta veiðistaði árinnar. Sumarið 2012 var metár í Norðfjarðará en þá veiddust 1.142 bleikjur og 11 laxar. Seldir eru hálfir eða heilir dagar.