Þetta svæði gefur alla jafna best snemmsumars í miklu vatni og lágum lofthita. Í þessum aðstæðum hreyfir laxinn sig hægt og stoppar á mörgum stöðum. Það eru auðvitað undantekningar frá þessari reglu og sannarlega hafa komið ár þar sem lax hefur veiðst á Munaðarnessvæðinu allt sumarið. Á þessu svæði eru nokkrir mjög fínir veiðistaðir en einnig gengur í gegnum svæðið, allur fiskur sem er á leið uppá aðal svæði Norðurár.