Um Flóðatanga svæðið gengur allur sá lax sem ætlar sér ofar í Norðurá og því sannarlega von að ná þar í lax. Á svæðinu er einnig nokkuð af staðbundnum silungi, urriða og bleikju. Veiðileyfi hafa verið ódýr á Flóðatangasvæðinu og eru svo enn. Þar eru nokkrir fornfrægir veiðistaðir eins og Kastalahylur, Hlöðutúnskvísl og Ármót en svæðið býður upp á marga veiðistaði. Veiðimörk eru vel merkt og er brýnt að virða þau.
Árið 2020 var gerð breyting á fyrirkomulagi á sölu veiðileyfa. Stéttarfélagið Efling tók við leigu á svæðinu á móti Einari Sigfússyni fyrir veiðifélag Norðurár. Þjónustumiðstöð Eflingar, Svignaskarði í Borgarfirði, mun sjá um að selja veiðileyfi.