Norðurá

Suðvesturland
Eigandi myndar: Einar Sigfússon
Calendar

Veiðitímabil

06 júní – 12 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

12 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

65000 kr. – 240000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Norðurá í Borgarfirði er í hugum margra veiðimanna ein besta laxveiðiá landsins með um 2000 laxa árlega meðalveiði á síðustu 10 árum. Áin á upptök sín í Holtavörðuvatni um 62 km frá sjó og telst vatnasvið árinnar vera um 518 km². Í ánni eru um 170 merktir veiðistaðir og er fjölbreytileiki þeirra mikill, allt frá nettum strengjum upp í stórar og vatnsmiklar breiður. Veiðisvæðin bjóða því upp á allt sem hægt er að hugsa sér í einni laxveiðiá. Í Norðurá eru þrír fossar helstir, Laxfoss, Glanni og Króksfoss, hver öðrum fallegri.

Lengi framan af voru fossarnir í ánni mikill farartálmi fyrir laxinn, sérstaklega Laxfoss sem er þeirra neðstur. En með tilkomu á laxastigum í Laxfossi og Glanna og lítilsháttar lagfæringu við Króksfoss, á laxinn greiða leið upp með ánni inn á heiðina.

Gistimöguleikar

Veiðihús

Veiðihúsið kallast Rjúpnahæð. Nýlega var byggt við það og í þeirri nýbyggingu eru 14 svefnherbergi fyrir veiðimenn, vöðlugeymsla, móttökusalur og sauna. Móttökusalur tengist við stofuna sem einnig var mikið lagfærð og úr stofunni er svo gengið inn í matsal. Í gistiálmu er full þjónusta eins og gerist á hótelum, fæði, sængurföt, baðsloppar og handklæði. Í setustofunni er gluggi sem aldrei verða sett gluggatjöld fyrir, en út um hann má sjá eitt fegursta útsýni við veiðiá á Íslandi;  Laxfoss, Grábrókarhraun, Hraunsnefsöxl og drottingu Borgarfjarðar, Bauluna. Þar er einnig arinn sem veiðimönnum þykir notalegt að sitja við, sérstaklega er líður að hausti. Meistarakokkur, sér um að kitla bragðlauka veiðimanna, með frábærri matreiðslu úr eldhúsinu.

Veiðireglur

Sleppa skal öllum laxi 70 cm og stærri. Kvóti er háður ákvörðun Veiðifélags Norðurár hverju sinni

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið tekur breytingum yfir sumarið. Frá 6. júní til 6. júlí nær það frá og með Kálfhyl á Stekkssvæðinu og upp að brú við Fornahvamm. Frá 6. júlí (seinni vakt) og til 1. sept. nær veiðisvæðið frá Engjanefi við Munaðarnes til og með Hvammsleiti. Frá 1. sept. (seinni vakt) og til loka 8. sept. nær það frá Engjanefi og að Króksfossi.

Hér má finna Kort af veiðisvæðinu

Veiðivísir

 

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: 26 km, Reykjavík: 101 km, Reykjanesbær: 143 km, Selfoss: 143 og Akureyri: 288 km

Nærliggjandi flugvellir

Keflavík: 144 og Reykjavík: 102 km

Áhugaverðir staðir

Grabrók: 8 km, Krauma: 26 km og Hraunfossar og Barnafoss: 48 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Rafn Valur Alfreðsson s: 824-6460 eða í gegnum netfangið [email protected]

 

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

08:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Norðurá

Laxinn mættur í Norðurá

„Laxinn er mættur í Norðurá en við sáum laxa í dag á Stokkhylsbrotinu tveir laxar,“ sagði Brynjar Þór Hreggviðsson staddur við Norðurá  í Borgarfirði og spennan er að magnast með

Lesa meira »

Norðurá lengi verið í sigtinu

Nú eru ekki nema tvær vikur í að laxveiðitímabilið hefjist. Að vanda hafa breytingar orðið á umsjón og leigu nokkurra veiðiáa og ein er sú að Rafn Valur Alfreðsson hefur

Lesa meira »

Nokkrir af bestu göngustöðum Norðurár

Bók Jóns G. Baldvinssonar um Norðurá er ferðalag niður ána og um leið afar hjálpleg veiðistaðalýsing. Við grípum hér niður í lýsingar hans á nokkrum af þekktustu veiðistöðum Norðurár, á

Lesa meira »

Margir heiðruðu Jón í útgáfuhófi

Eins margir og Covid leyfir heiðruðu Jón G. Baldvinsson í tilefni útkomu bókar hans um Norðurá í dag. Útgáfuhófið var haldið í versluninni Veiðiflugur að Langholtsvegi og þar mættu margar

Lesa meira »

Samið um Norðurá til fimm ára

Nýr rekstraraðili hefur tekið við Norðurá. Samningur þess efni var undirritaður í gær í veiðihúsinu við Norðurá. Einar Sigfússon hefur verið sölustjóri þar frá árinu 2013. Hann ákvað að segja

Lesa meira »

Metholl og metlax í Norðurá

Þriggja daga holl sem lauk veiðum í Norðurá í Borgarfirði á hádegi, er fysta holl sumarsins til að komast yfir hundrað laxa. Niðurstaðan var 108 laxar og er Norðurá þar

Lesa meira »
Shopping Basket