Fjarðará á upptök sín austast á Lágheiðinni og í fjalllendinu beggja vegna dalsins. Hún er 5 km löng dragá sem er nánast alltaf tær, fremur nett og meðalvatnsmikil, lygn neðantil en straumharðari ofantil. Í Fjarðará veiðist aðallega sjóbleikja, sem er mest 35-45 cm, og eitthvað af urriða. Auk þess veiðast alltaf 2-4 laxar á hverju sumri. Þetta er vinsæl á og hentar vel fjölskyldum og þeim sem eru að stíga sýn fyrstu skref í veiðinni.
Fjarðará í Ólafsfirði til SVAK
Stangveiðifélag Akureyrar og Veiðifélag Ólafsfjarðar hafa gert með sér leigusamning á Fjarðará í Ólafsfirði til næstu fjögurra ára eða til ársins 2027. Fjarðará fór í útboð í haust og sendi