Ólafsfjarðarvatn

Norðausturland
Eigandi myndar: Guðrún Guðmundsdóttir
Calendar

Veiðitímabil

01 janúar – 31 desember

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi

Tegundir

Veiðin

 Ólafsfjarðarvatn er um 2,3 km² að flatarmáli; um 3 km á lengd og um 1 km á breidd þar sem það er breiðast og mesta dýpi er 11 metrar. Vatnið er sérstakt fyrir margra hluta sakir. Það er lagskipt með fersku og söltu vatni, og sums staðar eru hlý vatnslög, og er á náttúruminjaskrá vegna þessara eiginleika. Allgóð silungsveiði er í Ólafsfjarðarvatni. Þar er helst sjóbleikja og  staðbundinn urriði. Dorgveiði er þar frá febrúar uns ísa leysir. Í mestu stórstraumsflóðum streymir sjór inn í vatnið, þannig að það er salt við botninn. Þar veiðast fiskar, sem annars lifa í sjó, s.s. marhnútur, koli, þorskur, ufsi og jafnvel síld. Frekar hefur þó dregið úr veiði sjófiska hin síðari ár. Bændur hafa netalagnir í vatninu á sumrin og veiðist oft nokkuð vel.  

Gisting & aðstaða

Hótel

Hótel Brimnes og bústaðir, s: 466-2400, brimnes.net

Kort og leiðarlýsingar

Veiði má í öllu vatninu án endurgjalds, nema í landi Auðna

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Ólafsfjörður: aðeins 1-3 km, Siglufjörður: 18 km, Akureyri: 62 km og Reykjavík: 403 km

Veitingastaðir

Á Siglufirði – Rauðka & Fríða Súkkulaðigerð

Á Ólafsfirði – Kaffi Klara, Höllin og Rahmetli Cayci (hvað er þetta)

Á Dalvík – Kaffihús Bakkabræðra

Áhugaverðir staðir

Síldarminjasafnið á Siglufirði, s: 467-1604, sild.is

Byggðasafnið Hvoll á Dalvík, s: 460-4928, dalvikurbyggd.is 

Bjórböðin á Árskógsandi, s: 414-2828, bjorbodin.is

Veiðileyfi og upplýsingar

Leyfilegt er að veiða í vatninu án endurgjalds, en gott er að láta vita af sér

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Ólafsfjarðarvatn

Engin nýleg veiði er á Ólafsfjarðarvatn!

Shopping Basket