Ölfusá – Hraun

Suðurland
Eigandi myndar: is.nat.is
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar
Dollar

Verðbil

heill dagur

2500 kr. – 2500 kr.

Veiðin

Jörðin Hraun er staðsett vestan Ölfusárósa í Sveitarfélaginu Ölfusi. Land “Hraunstorfunnar”, sem Hraun er hluti af, er um 2400 ha ef landhelgi jarðarinnar er talin með. Land jarðarinnar eru að mestum hluta hraun, sandur og mýrar, en ræktanlegt land er lítið. Stangveiði hefur lengi verið stunduð á Hrauni. Veiðin er oft ævintýralega góð á svæðinu, bæði er það sjóbirtingur og bleikja sem tekur agn veiðimanna. Mesta veiðivonin er rétt fyrir aðfall og meðan fellur að. Oft er betra að byrja neðst í ósnum og færa sig ofar þegar fellur meira að. Fiskurinn, sem oftast er í ósnum í æti sérstaklega í sandsíli, fylgir flóðinu upp í ána og gengur síðan niður þegar fellur aftur út. 

Veiðireglur

Tilmæli: Allir sem aka að ánni verða að gæta þess að fylgjast með flóði sem getur þegar stórstreymt er flætt alveg að bökkum og verður þá ekkert undanfæri ef bílum er ekki forðað í tæka tíð.

Kort og leiðarlýsingar

Helstu veiðistaðir eru í ósum Ölfusár, bæði fyrir ofan og neðan brú sjá kort

Bílastæði 1. Við brúarendann sunnan vegarins er bílastæði og ef veitt er í ósnum þá geta fjórhjóla-drifsbílar keyrt slóða sunnan vegar að ánni og fram í ósinn. Gæta skal þess að aka slóða og ekki á grónu landi, aðeins efst í flóðfarinu með ánni.

Bílastæði 2.  Norðan vegar, um 300 m  vestan við  brúarvegriðið er annað bílastæði.  Bílum er lagt þar ef veitt er rétt ofan brúar.

Bílastæði 3. Ef veitt er ofar, um 1 km vestan við brú, þá er hægt að keyra niður að ánni, en aðeins á slóða sem liggur frá Eyrarbakkaveginum niður að ánni. Hægt er að aka fólksbílum niður á bakkann og er þá  stutt að ánni.

Bílastæði 4.  Efsta svæðið er nokkru ofar og er bílastæði við veginn. Gengið niður að ánni, u.þ.b. 100 m. Einnig er hægt að aka fjórhjóla-drifs bílum niður að ánni ef farið er eftir vegi sem er vestar og liggur niður á sandeyrarnar  og er þá keyrt eftir þeim (aðeins í fjöru) suður eftir bökkunum að ánni.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Selfoss: um 18 km, Reykjavík: um 55 km, Akureyri: 425 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Þau má nálgast á veida.is

Einnig hér: Hraunsós ehf

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Ölfusá – Hraun

Engin nýleg veiði er á Ölfusá – Hraun!

Shopping Basket