Ölvesvatn er í Skefilsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu. Það er 2,8 km², nokkuð djúpt og í 169 m hæð yfir sjó. Ölvesvatn er í 6 km fjarlægð frá Hvalnesi. Slóðinn að því er fær flestum hærri fjórhjóladrifsbílum, en aðrir slóðar um svæðið henta betur breyttum jeppum. Yfirleitt er ekki orðið fært upp að vatni fyrr en seinnihluta maí og stendur veiðitíminn yfirleitt fram í miðjan september. Veiðin er bleikja og urriði í svipuðum mæli og mjög blandaður að stærð. Markviss netaveiði var lengi stunduð í Ölvesvatni og gerði það fiskinum í vatninu vel. Þetta varð til þess að auka aðsókn og vinsældir vatnsins. Nú virðist þessari netaveiði hins vegar hafa verið hætt.