Ölvesvatn á Skaga

Norðvesturland
Eigandi myndar: Veiðikortið
Calendar

Veiðitímabil

25 maí – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús, Tjald
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

3000 kr. – 4500 kr.

Tegundir

Veiðin

Ölvesvatn er í Skefilsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu. Það er 2,8 km², nokkuð djúpt og í 169 m hæð yfir sjó. Ölvesvatn er í 6 km fjarlægð frá Hvalnesi. Slóðinn að því er fær flestum hærri fjórhjóladrifsbílum, en aðrir slóðar um svæðið henta betur breyttum jeppum. Yfirleitt er ekki orðið fært upp að vatni fyrr en seinnihluta maí og stendur veiðitíminn yfirleitt fram í miðjan september. Veiðin er bleikja og urriði í svipuðum mæli og mjög blandaður að stærð. Markviss netaveiði var lengi stunduð í Ölvesvatni og gerði það fiskinum í vatninu vel. Þetta varð til þess að auka aðsókn og vinsældir vatnsins. Nú virðist þessari netaveiði hins vegar hafa verið hætt.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Hægt er að kaupa leyfi til að tjalda á Hvalnesi auk þess sem að við Ölvesvatn er hægt að leigja tvö aðstöðuhús með eldunar- og gistiaðstöðu fyrir allt að 6 manns í hvoru húsi. Þar er einnig kamar. Aðstöðuhúsin þarf að panta með fyrirvara hjá umsjónarmanni í Hvalnesi í s: 453-6520 & s: 821-6520,  [email protected].

Leiga á húsi: hvort þeirra kostar 21.000 kr í júní, 18.000 kr í júlí og í ágúst 17.000 kr

Tjaldstæði

Tjalda má við vatnið en ganga þarf frá leyfi á Hvalnesi ætli menn að vera yfir nótt.

Veiðireglur

Aðgengi að veiðisvæðinu er takmarkað og öruggara að panta veiðleyfi fyrirfram. Bókanir með aðstöðuhúsi njóta forgangs. Handhöfum Veiðikortsins ber að skrá sig í Hvalnesi og fá lykil að svæðinu. Netaveiði er stranglega bönnuð svo og meðferð skotvopna. Einnig er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Í Hvalnesi fá veiðimenn veiðiskýrslur til útfyllingar og upplýsingar um svæðið. Veiðiskýrslum og lyklum ber að skila þangað við lok veiða.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er allt Ölvesvatn, Grunnutjarnir, Andavatn, Fossvatn, Stífluvatn og árnar Eiðsá, Fossá og Selá

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Vegalengdin frá Reykjavík er 366 km um Sauðárkrók og Hvalfjarðargöng, um 40 km frá Sauðárkróki og 67 km frá Skagaströnd.

Veiðileyfi og upplýsingar

Vatnið er hluti af Veiðikortinu

Umsjón og bókanir: Bjarni Egilsson og fjölskylda á Hvalnesi, s: 453-6520

Þeir sem leigja hús og eru ekki með Veiðikortið meðferðis greiða 3000 kr fyrir dagsleyfi

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur

Myndasafn


Fréttir af veiði Ölvesvatn á Skaga

Engin nýleg veiði er á Ölvesvatn á Skaga!

Shopping Basket