Við Arnarvatn litla er lítið veiðihús sem hægt er að leigja. Við Úlfsvatn eru 3 skálar, Úlfsvatnsskáli, veiðihús fyrir 8 manns og svo 4 manna veiðihús.
Veiðihús við Arnarvatn litla: Í húsinu eru 8 svefnpláss með dýnum, borðbúnaður og eldunaraðstaða. Húsið er hitað með gasi, það er rennandi kalt vatn, rafmagnslýsing og er salerni inní húsinu. Gasgrill er á staðnum og eru menn beðnir um að þrýfa það eftir notkun. Utaná húsinu eru hankar fyrir vöðlur og veiðistangir. Menn eru beðnir um að ganga vel um húsið og skilja við það hreint og snyrtilegt.
Úlfsvatnsskáli: Skálinn skiptist í þrennt; fyrst er forstofa með salernum þar næst er gengið inn í borðstofu þar sem er eldunaraðstaða, borð og stólar. Síðast er svefnálmann, þar eru dýnur fyrir minnst 20 manns. Í skálanum er eldunaraðstaða, gas og eldunaráhöld, borðbúnaður, vaskur með rennandi köldu vatni og vatnssalerni. Skálinn er kynntur með gasofnum. Gasgrill er á staðnum og eru menn beðnir um að þrýfa það eftir notkun.
Veiðihús fyrir 8 manns: Í húsinu eru 8 svefnpláss með dýnum, borðbúnaður og eldunaraðstaða. Húsið er hitað með gasi, það er rennandi kalt vatn í krana og rafmagnslýsing. Gasgrill er á staðnum og eru menn beðnir um að þrýfa það eftir notkun. Utaná húsinu eru hankar fyrir vöðlur og veiðistangir. Á staðnum er lítið hús þar sem er sameiginleg salernisaðstaða fyrir bæði veiðihúsin.
Veiðihús fyrir 4 veiðimenn: Húsið er með 4 svefnpláss með dýnum, neðri plássin eru breiðari ( ein og hálf breidd) og geta hæglega rúmað 2 manneskjur. Húsið er með rennandi kalt vatni í krana, rafmagns lýsingu og gaskyndingu. Þar er eldurnaraðstaða og búsáhöld. Gasgrill er við húsið og eru menn beðnir um að þrýfa það eftir notkun. Á staðnum er lítið hús þar sem er sameiginleg salernisaðstaða fyrir bæði veiðihúsin.
Menn meiga koma í hús kl. 17:00 á fyrsta veiðidegi. Þeim bera svo að rýma það fyrir þann tíma á brottfaradegi.