Refsveina

Vesturland
Eigandi myndar: Högni Harðarson
Calendar

Veiðitímabil

10 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús, Tjald
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

10000 kr. – 10000 kr.

Tegundir

Veiðin

Refsveina er frekar lítil en falleg á sem á leið sinni niður í Norðlingafljót fer í gegnum nokkur lón, þar á meðal Stóralón. Á allri þeirri leið er góð veiðivon sérstaklega þar sem áin rennur í lónin en einnig eru veiðistaðir í ánni sjálfri.

Stóralón er frekar grunnt og allt vætt í vöðlum það er 6 ha að stærð með einum litlum hólma. Þar er sérstaklega vinsælt að veiða á flugu og í lóninu er mikill og vænn fiskur bæði bleikja og urriði. Refsveina rennur úr Stóralóni áfram í litla tjörn og síðan í Norðlingafljót. Þetta er sannkallað draumasvæði fluguveiðimannsins, sem opnar á vorin þegar fært er á heiðina og lokar þegar komið er fram í september.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Við Arnarvatn litla er lítið veiðihús sem hægt er að leigja. Við Úlfsvatn eru 3 skálar, Úlfsvatnsskáli, veiðihús fyrir 8 manns og svo 4 manna veiðihús.

Veiðihús við Arnarvatn litla: Í húsinu eru 8 svefnpláss með dýnum, borðbúnaður og eldunaraðstaða. Húsið er hitað með gasi, það er rennandi kalt vatn, rafmagnslýsing og er salerni inní húsinu. Gasgrill er á staðnum og eru menn beðnir um að þrýfa það eftir notkun. Utaná húsinu eru hankar fyrir vöðlur og veiðistangir. Menn eru beðnir um að ganga vel um húsið og skilja við það hreint og snyrtilegt.

Úlfsvatnsskáli: Skálinn skiptist í þrennt; fyrst er forstofa með salernum þar næst er gengið inn í borðstofu þar sem er eldunaraðstaða, borð og stólar. Síðast er svefnálmann, þar eru dýnur fyrir minnst 20 manns. Í skálanum er eldunaraðstaða, gas og eldunaráhöld, borðbúnaður, vaskur með rennandi köldu vatni og vatnssalerni. Skálinn er kynntur með gasofnum. Gasgrill er á staðnum og eru menn beðnir um að þrýfa það eftir notkun.

Veiðihús fyrir 8 manns: Í húsinu eru 8 svefnpláss með dýnum, borðbúnaður og eldunaraðstaða. Húsið er hitað með gasi, það er rennandi kalt vatn í krana og rafmagnslýsing. Gasgrill er á staðnum og eru menn beðnir um að þrýfa það eftir notkun. Utaná húsinu eru hankar fyrir vöðlur og veiðistangir. Á staðnum er lítið hús þar sem er sameiginleg salernisaðstaða fyrir bæði veiðihúsin.

Veiðihús fyrir 4 veiðimenn: Húsið er með 4 svefnpláss með dýnum, neðri plássin eru breiðari ( ein og hálf breidd)  og geta hæglega rúmað 2 manneskjur. Húsið er með rennandi kalt vatni í krana, rafmagns lýsingu og gaskyndingu. Þar er eldurnaraðstaða og búsáhöld. Gasgrill er við húsið og eru menn beðnir um að þrýfa það eftir notkun. Á staðnum er lítið hús þar sem er sameiginleg salernisaðstaða fyrir bæði veiðihúsin.

Menn meiga koma í hús kl. 17:00 á fyrsta veiðidegi. Þeim bera svo að rýma það fyrir þann tíma á brottfaradegi.

Tjaldstæði

Víða er hægt að tjalda á svæðinu, sérstaklega við Úlfsvatn, en þó einnig við Stóralón og upp með Refsveinu. Veiðimenn eru þó vinsamlega beðnir um að hirða upp eftir sig allt rusl og ganga vel um náttúruna.

Kort og leiðarlýsingar

Athugið að til að komast á sunnanverða Arnarvatnsheiði þarf annað hvort að fara yfir vað á Norðlingafljóti  sem einungis er fært jeppum eða yfir brú sem var tekin í notkun árið 2019. Ef farið er yfir brúnna er torfært að Úlfsvatni og því viljum við benda mönnum á að vera á góðum jeppum ef þeir ætla að fara þá leið. Það er auðveldara að komast áfram norður og í vötn eins og Núpatjörn.

Veiðisvæðið nær frá upptökum árinnar úr Arnarvatni litla og niður í Norðlingafljót

Hér er Kort af Arnarvatnsheiði

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes um 100 km /  Reykjavík: 175 km

Áhugaverðir staðir

Húsafell, Barnafoss og Hraunfossar, Víðgelmir og Surtshellir, veiðivötn á Arnarvatnsheiði

Nestisstaðir

Húsafell

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Vesturland

Fréttir af veiði Refsveina

Engin nýleg veiði er á Refsveina!

Shopping Basket